þriðjudagur, 27. apríl 2010

Bremsuklossar - næstum 100% verðmunur

Lenti í skemmtilegu um daginn. Átti sér stað á laugardegi kl. hálf 2. Var með bílinn minn í viðgerð og var að fara að kaupa bremsudiska. Fer á N1 (þar sem Bílanaust var á höfðanum; lokar kl. 2), náði rétt svo inn fyrir dyrnar og spyr um bremsudiskana og stykkið kostaði um 10.000 kr. Þeir sögðust eiga þá en leituðu og leituðu og fundu ekkert (sem betur fer).
Þá fer ég í næstu verslun og fyrir valinu varð AB-varahlutir (ská á móti). Þeir voru ekki lengi að finna þetta drasl og 2 diskar kostuðu 12 þús.
Næstum því 100% verðmunur.
Vildi bara láta vita ;)
Atli Þór

8 ummæli:

  1. Var einmitt að athuga það sama í N1(Bílanaust) um daginn. Verðið var svipað, um 10.000 kr.- en man ekki betur en það hafi verið parið. Auðvitað mismunandi eftir tegunudum af bílum o.s.frv.

    Svo vill ég benda þér á að það vantar gamla góða íslenska Egils Maltið á gos síðuna hjá þér.
    Verður nú að bæta úr því við fyrsta tækifæri.

    SvaraEyða
  2. fara varlega í % reikningin, hann getur blöffað ef menn gæta sín ekki. sjálfsögðu bara 66,7%

    SvaraEyða
  3. Haha já.. tekið svona til orða.. ýktar sögur eru áhrifamestar

    SvaraEyða
  4. Malt er ekki gos! Það er ekkert gos í því! En samt, maður gerir nú kannski undantekningu.

    SvaraEyða
  5. Þær eru líka fleiri, eins og t.d. Green Mate og Water melon tea ;)

    SvaraEyða
  6. Bremsluklossar eru ALDREI seldir í stykkjatali. Ef verið er að skipta um á annað borð á alltaf að skipta um báðum megin.

    SvaraEyða