sunnudagur, 2. maí 2010

Ring Ring?

Ég er hjá ring.is Ég átti 430kr inneign á ring.is en þegar vinaafslátturinn minn datt út sem gerist mánaðarlega ef þú hefur ekki lagt meira inn á þá strokuðu þeir þennan 430kr út. Þetta kalla ég lygar og okur.
Kv. ring.is viðskiptavinur

6 ummæli:

 1. Og ertu búin að hringja í ring og athuga málið ? Inneignin hefur ekki dottið út hjá mér þó að vinaafslátturinn hafi runnið út.

  Það er ekki lygar eða okur ef að einhver mistök eiga sér stað sem að fyrirtækið svo leiðréttir er það ?

  þessi síða er stundum svo mikil snilld en inn á milli kemur bara væl.

  SvaraEyða
 2. Þessi síða er ekki ritskoðuð. Ef það kemur væl þá kemur væl. Þá er bara að senda mér betri email. Kv, Gunni

  SvaraEyða
 3. ég sendi email á 8007000@siminn.is
  30.apríl
  með eftirfarandi:

  "Góðan dag

  Ég átti 400kr eftir af ring reikningnum mínum, síðan þegar vinaafslátturinn datt út þá hurfu þessar 400 krónur

  Er þetta sanngjarnt?

  Kv ring.is viðskiptavinur"

  ég fæ svar 4.maí 2010 (set stjörnu í staðinn fyrir nöfn):
  "Kæri *****

  Ég heiti ***** og sendi þennan tölvupóst vegna fyrirspurnar þinnar.

  Þegar Ring pakki rennur út, 31 degi eftir að hann er keyptur, þá rennur inneignin sem fylgdi með pakkanum einnig út.

  Endilega hafðu samband ef þú vilt fá ráðgjöf eða nánari upplýsingar.

  Hlökkum til að heyra frá þér

  Kveðja,
  ******"

  ég kalla þetta ekki marklaust væl

  SvaraEyða
 4. Ég hef notað ring í nokkra mánuði núna og ég vissi af þessu strax frá byrjun. Þetta stendur hreint og skýrt í lýsingunni á þjónustunni hjá þeim.

  Tekið beint af ring.is:

  "Viltu 0 kr. innan Símans!

  * 1.990 kr. áfylling á mánuði
  * 0 kr. innan GSM Símans
  * 990 kr. inneign til að hringja í önnur kerfi
  * 1.500 mín/SMS innan GSM-kerfis Símans
  * Gildistími er 31 dagur

  Eða 0 kr. innan Frelsis!

  * 990 kr. áfylling á mánuði
  * 0 kr. í Ring og Frelsi Símans
  * 990 kr. inneign til að hringja í önnur kerfi
  * 1.500 mín/SMS í Ring eða Frelsi Símans
  * Gildistími er 31 dagur"

  Ég vil taka það fram að ég vinn ekki hjá símanum.

  SvaraEyða
 5. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

  SvaraEyða
 6. Ég fjarlægði fyrstu færsluna mína bara af því að það var stafsetningavilla í henni.

  Bara að láta vita ef einhver skyldi hafa orðið forvitinn :)

  SvaraEyða