sunnudagur, 2. maí 2010

BYKO sektað fyrir brot á reglum um útsölur

Mér datt í huga að þetta ætti heima á okursíðunni. BYKO auglýsti útsölu á málningu í allt sumar (verð hættir að vera útsöluverð eftir ákveðinn tíma og verður hið eiginlega verð vörunnar, eðli málsins samkv.) en þegar á reyndi kom í ljós að það var svo enginn afsláttur.

10 millur í sekt fyrir það sbr:

http://neytendastofa.is/Pages/13?NewsID=1234

Gaman fyrir neytendur að sjá að tekið sé á þessum málum.

Bkv. Refán

3 ummæli:

  1. Byko er búið að stunda þetta í mörg mörg ár því miður. Þeir meira að segja taka inn glænýja vöru og setja hana beint á tilboðsverð(ekkert kynningarverð eða álíka) án þess að það hafi verið á öðru hærra verði fyrir. En eitt skil ég ekki. Vörur voru lengi TB merktar(stjörnumerktar í Húsasmiðjunni) en breyttust í það að verða SV merkta því hitt mátti ekki. En ég veit það að í mörgum tilfellum er ekkert annað verð en þetta til á vörunni og hefur jafnvel aldrei verið selt á öðru en þessu TB/SV verði. Er þetta í lagi ?

    Verðblekkingaleikurinn sem á sér stað þarna er alveg ótrúlegur og er örugglega ekkert skárri hjá Húsasmiðjunni. Engin furða að Múrbúðin skyldi kvarta en því miður sýnist mér að þetta mál(minni á tilboðsmálingarmálið fræga) hafi bara verið svæft þyrnirósarblundi. Þeir sem eru síðan með sérstakan afslátt(ekki bara byko korts afslátt) hjá Byko fá það síðan bara á innan við helmingi varanna því megnið er SV merkt.

    SvaraEyða
  2. Veit einhver síðan hver sé munurinn á því að kalla vöru á tilboðsverði eða sérverði og þá sérstaklega í ljósi þess að vara hefur kannski jafnvel aldrei verið á öðru verði áður ?

    SvaraEyða
  3. Áfrýjunarnefnd neytendamála fannst þetta ekki svo merkilegt brot og ákvað að lækka sektina niður í klink. 3,5 millur í stað 10.

    SvaraEyða