sunnudagur, 2. maí 2010

Smánarlegur afsláttur bensínfyrirtækja

Hér er eitt umhugsunarvert: afsláttur bensínfyrirtækja út á hina ýmsu "lykla" og kort. Er það ekki rétt munað hjá mér að afslátturinn er búinn að vera 2 kr. árum saman? Þetta verður óneitanlega lélegri díll eftir því sem bensínverðið hækkar.

Líterinn kostar 95 kr. 2004, en um 210 kr. núna. Tveggja krónu afsláttur á 210 kr. er djók, ætti að vera 4-5 kr. til að halda verðgildi sínu.

Bíllinn minn tekur 60 lítra, ég fylli sirka 2 í mánuði = 1.440 lítrar á ári.
Afsláttur á ári 2.880 kr m.v. 2 kr. á lítra.

2004 var ég að borga 136.800 í bensín á ári = afslátturinn var 2.1% af heildinni.

2010 var ég að borga 302.400 í bensín á ári = afslátturinn er 0.95% af heildinni.

Ég sé ekki betur en það sé óendanlega lélegur díll að enginn af þessum bensínfyrirtækjum hafi hækkað þennan 2 kr. afslátt. Þetta er orðinn smánarlega lítill og lélegur afsláttur í dag.

Bkv. Dr. Gunni

11 ummæli:

  1. Þess vegna er ég með viðskiptakort hjá einu félagana, kostar ekkert, amk. helmingi meiri afsláttur. Er svo með lykilinn húkkaðann inná kortið.
    Lykill einn og sér virðist bara vera eltingaleikur hinna félagana við AO.

    SvaraEyða
  2. En hvers vegna hækka olíufélögin allaf verðið um helgar ?

    Er alltaf nýr framur settur á tankinn um hverja helgi, hjá öllum ?

    SvaraEyða
  3. Gaman að sjá umfjöllunina hjá þér um svokallaðan bensínsafslátt.
    Á mínu heimili hefur verið grínast með hvað afslátturinn kaupi manni marga bjóra.
    Skemmst frá því að segja að það tekur ótrúlega langan tíma að "safna" fyrir bjórdós sem kostar 300 kall.
    Annað sem hefur brunnið á mér og það er óvitneskja eða vitneskjuleysi fólks um eignarhald á þeim fyrirtækjum sem það skiptir við alla daga.
    Ekki bara matvaran heldur allt hitt, þessi hryllilegi sannnleikur um hver á raunverulega allt sem þú skiptir við dagsdaglega. Fólk er sko ekki með það á hreinu.
    Tryggingafélögin, símafélögin, öryggisþjónusturnar og bara allt.
    Ég held að það væri ekki vitlaust að einbeita sér að því að gera fólk hér á landi aðeins meðvitaðra um hverjum við erum að borga peningana okkar frá degi til dags. Sýna vefinn á skiljanlegan máta venjulegu fólki.
    Semsagt, hverjir það eru sem eru að okra á okkur.
    Þetta var bara smá pæling um nýjan vinkil á neytendamálin á Íslandi.
    Kveðja - Ingibjörg.

    SvaraEyða
  4. Endilega senda mér upplýsingar um þessi eigandatengsl. Er þetta ekki allt meira og minna allt ennþá í eigu víkinganna ennþá? Veit það einhver? Jafnvel ekki þeir sjálfir? Manni finnst eins og allt sé meira og minna inn í skilanefndum banka, nema Helgi í Góu og karlinn sem á Subway. Það má sem sé borða á KFC og Subway án þess að hafa samviskubit. Plús það að versla í Melabúðinni, Fjarðarkaupum, Brynju á Laugavegi og svona. Kannski er auðveldara að lista það upp sem er ekki í eigu lítilla Satana Hitlerssona, en hitt!

    SvaraEyða
  5. Það vantar svona íslenskt "corporate watch" (http://www.corpwatch.org/) tilfinnanlega þó að þú sért mjög fínn Gunni.

    SvaraEyða
  6. Þarf ég að gera allt? Það hlýtur einhver annar að gera sett upp íslenska korpvatsið. Ég sé fyrir mér að þetta væri svaka mál því hér eru eignatengsl svo hefí flækt (sbr. myndina í Skýrslunni) og svo er þetta drasl væntanlega alltaf skipta um eigendur.

    SvaraEyða
  7. Ég keyri c.a 1500 km á mán. var að skoða gsm-bensín, og er með afslátt hjá þeim öllum, miðað við keyrslu fynst mér að afslátturinn ekki mikill, en þar sem það er svo mikil samkeppni í gangi á maður erfitt að velja réttu stöðina til þess að fylla tankin hjá sér. En í alvöru, hvar er þessi fræga samkeppni?? Ég held að það sé best í stöðunni að réttu eigundir sameigni þetta allt saman í eitt félaga, svo að maður hætti að svekkja sig á því að fara inná gsm-bensín til þess að reyna að fá eitthver staðar ódýrt eldsneyti. Er ekki tími á að við förum að vakna einsog eldfjöllin okkar.

    bkv guðjón einars.

    SvaraEyða
  8. Atlansolía er í eigu Norvikur sem rekur Byko og Kaupás.

    Eitt er það sem ég hef velt upp hér á síðunni áður og geri aftur er hvers vegna það muni stundum nokkrum aurum á bensíni og dísel og stundum 5 krónum og hvers vegna allt í einu er verðið hætt að vera lægst í Hveragerði og Selfoss(Eldgosatollur?) og allt í einu orðið lægst á reitnum við Byko Breidd þ.e. Orkan,Atlansolía og N1 ? Svo finnst mér það ótrúlegt því ég veit ekki um neinn sem verslar bensín án þess að vera með kort eða lykil upp á afslátt hvers vegna það sé ekki bara eitt verð fyrir sjálfsafgreiðslu og annað fyrir þjónustu og ekkert aflsáttarbull.

    Þetta minnir mann á það þegar einhver vara var seld um árið á ákveðnu verði í Byko í nokkrar vikur og svo á afslætti þar eftir í meira en ár. Ég fatta bara ekki af hverju heyrist svona lítið frá samkeppniseftirlitinu og FÍB. FÍB á núna að vera að hrópa í fjölmiðlum og hanga utan í olíufélögunum með óþægilegar spurningar því mér sýnist það sama vera upp á teningnum í dag og undanfarin 15-20 ár.

    SvaraEyða
  9. Ég vildi óska þess að Íslendingar gætu tekið sig saman og mótmælt almennilega bensínverði. Það er eins og við sættum okkur bara við allt og blótum í hljóði!

    (ég er ekki að segja að ég sé eitthvað betri :0/)

    SvaraEyða
  10. Álagning olíufélaganna og afsláttur er í höndum hvers og eins félags, og virðist "samkeppni" þeirra á milli vera byggð að stórum hluta á "samráði" milli þeirra, svo einkennilega sem það hljómar nú. Allt er gert til að græða sem mest, það er grunnhugsunin á bakvið reksturinn. Ekki að neytendur græði.

    2 krónur í "afslátt" pr lítra er náttúrulega bara djók og sér það hver maður.

    Þegar við kaupum bensín og dísel er langstærstur hluti þess verðs sem við borgum aðeins "smjör" þ.e.a.s. ásmurðar krónur vegna kostnaðar við yfirbygginguna. Þessar risastöðvar, með fullkomnum tækjum og tólum og skyndibitabásum kosta jú sitt, og stöðugt er verið að byggja nýjar. Að minnsta kosti framað hruni. Þetta þarf allt að borga og það gerum við.

    Ég heyrði einhverntíma ágætan samanburð varðandi verð á eldsneyti, þar sem lítrinn af bensíni úr dælu var borinn saman við lítran af bjór úr kút á skemmtistað (eitthvað nærtækt sem fólk skyldi). Prósentulega var álagningin svipuð í báðum tilfellum. Þá var innkaupsverð bjórs pr. lítra á kút um 100 krónur til skemmstistaðanna, en einn "stór" (1/2 lítri) yfir borðið kostaði fólk 600 - 700 krónur. Á leiðinni úr kútnum og í glasið hækkaði hálfur lítri því úr 50 kr í 700 kr, eða um 1400%.

    Þessu var eitthvað svipað farið með eldsneytið, þegar allt var talið til.

    Myndum við taka 2 krónur í "afslátt" á hverjum keyptum bjór á veitingastað fagnandi og fegins hendi, eða myndum við brosa útí annað að svoleiðis smánargylliboði ??

    SvaraEyða
  11. Smávæginleg leiðrétting Atlantsolía er ekki í eigu Norvíkur. Hérna er hægt að sjá skipurit yfir Norvik og þeirra fyrirtæki http://www.norvik.is/is/skipurit

    SvaraEyða