laugardagur, 15. maí 2010

Útrunnið blek í Þór hf.

Keypti 2 blekhylki í Epson 2100 prentara í Þór hf. Ármúla áðan.
Láðist að líta á dagsetninguna en þegar ég kom með það heim sá ég að
annað hylkið var löngu útrunnið, dagsett 08.2009. Hylkið var á fullu
verði, um 4.300 kr. f. 17 ml hylki! Ef þetta væri í fyrsta skipti sem
ég fengi útrunnið blek hjá þessari verslun væri þetta hugsanlega
afsakanlegt, en svo er ekki. Þeir hafa ítrekað reynt að selja mér (og
fleirum skv. smá Gúgli) útrunnið blek án þess einu sinni að vekja
athygli á því að það væri útrunnið eða bjóða afslátt. Í samtölum við
starfsmenn hefur komið fram að þetta eru ekki mistök heldur eru þeir
að selja útrunnið blek vitandi að það er útrunnið. Halda því blákalt
fram að það sé allt í lagi með blekið þó það sé útrunnið fyrir nærri
ári síðan.
Margir spara við sig prentun núna þar sem blekið er ofurdýrt og því
liggur sama hylki vafalaust hjá sumum í prentaranum í ár frá kaupum
og eins líklegt að það eyðileggi prentarann á þeim tíma þó það væri
mögulega í lagi þegar það var sett í. Sambærilegur prentari við minn
kostar um 200 þús. og útilokað fyrir mig að sýna fram á þeirra ábyrgð.

Kveðja,
Friðrik Friðriksson

1 ummæli:

  1. Við verslum epson blek hjá eldflaug.is. Mæli með þeim:)

    SvaraEyða