mánudagur, 3. maí 2010

Elko okra á minniskorti

Ég ákvað að leita mér að minniskorti af gerðinni MemoryStick Pro Duo. Sony er upprunalegi framleiðandinn og þ.a.l. dýrari en hinir sem kannski eðlilegt er.

Ég fann hjá ELKO 8GB útgáfu frá Sony á 19.995 ISK (eða 20.000 kall – 5 kall). Fannst mér þetta í dýrari kantinum svo ég ákvað að kíkja á norska síðu sem ég verslaði af þegar ég bjó þar. Fann ég nákvæmlega sama kortið á 362 NOK eða miðað við gengi dagsins, ca 8.000 ISK. Ég hélt nú áfram að reikna mig fram og fann út að það var ódýrara að kaupa af þeim í Noregi, senda það hingað, borga toll og Vask ofan á verðið frá noregi sem er líka með vask. Ef ELKO hefur ekki slysast til að smella 1 fyrir framan verðið, þ.e.a.s. að verðið á að vera 9.995 þá er þetta skólabókardæmi um okur, græðgi og hvernig fyrirtæki í „Samkeppni“ velta misheppnuðu fjárfestingum og rekstrartapi yfir á neytandann.

Heimild:
ELKO lnkur

PS Data linkur

7 ummæli:

 1. Þú tekur það ekki fram hvað kortið hefði kostað hingað komið með vask og tollum og heila klabbinu en mér finnst fólk oft vera að væla um okur af því að eitthvað er ódýrara í útlöndum en hérna.
  Ég ætla bara að taka sem dæmi skó sem fást í verslun hérna í Reykjavík kosta 15900 þar. Í usa kosta þeir 40 dollara ef að ég ætlaði mér að panta þá hingað þá myndu þeir kosta mig c.a 11000 (ég er ekki búin að reikna þetta nákvæmlega) og þá eru skórnir 5000 kr dýrari hérna en hingað komnir. verslunin leggur auðvitað eitthvað ofan á vöruna því það er auðvitað enginn í rekstri án þess að ætla sér að græða. Í þessum 5000 kr er launakostnaður trggingar og húsnæðiskostnaður. Og staðreyndin er bara sú að við erum á litlu landi og þar af leiðandi getur verslunin ekki selt nema örfá eintök af hverri vöru og við þurfum að borga fyrir það.
  Ég er ekki í verslunarrekstri sjálf en mér finnst fólk vera alltof glatt við að öskra okur án þess að hugsa aðeins meira útí það að það þarf að borga fólkinu sem vinnur þarna laun.

  Ég er ekki að beina þessu beint til þess sem skrifaði þetta, mér sjálfri finnst 20þús frekar mikið fyrir minniskort.
  Bara að benda á þetta :)

  SvaraEyða
 2. Það má líka benda á það að fyrirtæki í Noregi þurfa líka að borga sínu fólki laun og annan kostnað.

  Vona að þú sért ekki búinn að panta kortið, því að á amazon.co.uk geturu fundið sama kort á 20pund - eða innan við 4000 krónur.

  Þetta er klassískt dæmi um þá taktík sem Elko og fleiri fyrirtæki nota. Þau slá af verði vörunnar og okra á nauðsynlegum fylgihlutum.

  T.d. má benda á það að í Elko kostar 1,3 metra HDMI snúra til að tengja Blu-Ray spilara í sjónvarp í kringum 7000 krónur. Sambærileg snúra fæst frá 50pence - eða 95 krónum á Amazon.com

  Linkur Elko: http://www.elko.is/elko/product_detail/?ew_10_p_id=29872&showxml=true&ec_item_12_searchparam1=categoryid=786&serial=HDHD1513&ec_item_14_searchparam5=serial=HDHD1513&ew_13_p_id=29872&ec_item_16_searchparam4=guid=2EF773E7-2E8A-41AB-B4C6-DD9426FAC578&product_category_id=786

  Linkur Amazon: http://www.amazon.co.uk/s/ref=nb_sb_noss?url=search-alias%3Daps&field-keywords=HDMI&x=0&y=0

  SvaraEyða
 3. Vil benda nafnlausum frá 09. maí að það er hægt að fá ódýrari HDMI snúrur í Elko í 1,3m lengd. Svokallaðar Bulk snúrur (ódýrt dót með minni gæðum). Hef séð það allt niður í 1.995 sem mér finnst persónulega nokkuð vel sloppið.

  Það sem þú bendir á er allra fínasta og allra besta. HDMI Snúra er ekki það sama og HDMI snúra :-)

  SvaraEyða
 4. Well, það má eflaust finna einhvern mun á þeim en ég sló bara inn HDMI og ýtti á enter og þetta kom efst upp.

  Það má vera að það sé einhver gæðamunur á þessu, en mér ofbauð síðast þegar ég fór og þeir áttu bara til snúrur á 4.995.- og því pantaði ég 5 stykki á Amazon til að eiga næst þegar mig vantaði. Ég fæ ekki séð neinn gæðamun í mynd á sjónvörpunum mínum. Er með samskonar búnað heima og í sumarbústað, nema snúruna sem er í bústaðnum pantaði ég að utan.

  Fyrir utan það, þá er 1.995 krónur hellingur fyrir snúru upp á 1,3 metra. Þannig er það bara.

  Kv.
  Nafnlaus frá 9.maí

  SvaraEyða
 5. samhvæmt testum, frá bæði noregi og svíþjóð, er enginn merkjanlegur gæðamunur á ódýrum og dýrum hdmi kapli
  http://www.dinside.no/827643/her-gjor-du-kabel-kupp
  http://testfakta.se/Article.aspx?a=134793

  SvaraEyða
 6. Það er enginn munur á HDMI snúrum, breytir engu hvort þú kaupir ódýrasta dótið eða dýrasta þetta gerir nákvæmlega sama hlutinn.

  SvaraEyða
 7. Vill bara taka fram að BT var að selja þessi memory stick duo á 6999.

  Einnig eru HDMI kaplar hjá okkur á 1999.

  SvaraEyða