föstudagur, 7. maí 2010

Dýrir smokkar - hvað er til ráða?

Þannig er mál með vexti að smokkar eru ekki beinlínis ódýrir á landinu,
það telst heppni ef maður fær 12 smokka á innan við 2000 kallinn og sá
möguleiki er einungis fyrir hendi með sumar tegundir (það er ekki ókeypis
að gera það, allavega ekki ef maður hefur verjur. Það telst held ég gott
að sleppa með innan við 200 kall skiptið...). Bónus er að vísu með
einhverjar nokkrar tegundir (og nokkuð ódýrar) en engar af þeim sem ég hef
notað, yfirleitt bara einhverjar þrjár hefur mér sýnst.
Þannig að ég var að velta fyrir mér hvort eitthvað hefði birst um þetta á
síðunni og ef ekki held ég að það væri sniðugt. Það er örugglega fullt af
fólki sem tekur einhverja sénsa í stað þess að nota alltaf smokk því þeir
eru svo dýrir. Apótekin er einu staðirnir sem hafa eitthvert úrval og þar
eru þeir rándýrir eins og allar aðrar vörur í apóteki. Hagkaup fær reyndar
prik fyrir að eiga nokkuð af smokkum og á lægra verði en apótekin (sem ég
hef farið í) eru með.
Ég lendi hinsvegar alltaf í því í Hagkaupum þegar ég versla smokka að
verðið er kolvitlaust. Merkt verð á stórum pakka af Fetherlite er 1499 en
maður er látinn borga 1799. Þetta hef ég ítrekað þurft að láta leiðrétta.
Það virðist enginn gefa þessu gaum opinberlega, eru Íslendingar ennþá jafn
bældir? Það væri þjóðráð að gefa annaðhvort smokka eða niðurgreiða þá.
kv., Einn graður

7 ummæli:

 1. http://www.freewebs.com/smokkagaldur/

  http://smokkur.is/

  SvaraEyða
 2. Megastore í Smáralind eru að selja pakka af smokkum (man ekki hvað margir í pakka) á 289.- :)

  SvaraEyða
 3. Megastore smokkarnir geta valdið ónæmisviðbrögðum annað en durex og svona sem er með 99% fólk sem getur notað þá án þess að fá ónæmisviðbrögð við notkun

  SvaraEyða
 4. OFnæmisviðbrögð?

  SvaraEyða
 5. Á shell eru mjög ódýrir smokkar, heita Atlas og engin ofnæmisviðbrögð

  SvaraEyða
 6. Tvö atriði.
  1
  Sumar hafa ofnæmi fyrir latex. Flestir smokkar eru úr latex=gúmmíi.
  Líka Durex. Því er það þvættingur hér að ofan að Megastore smokkarnir valdi frekar ofnæmi en Durex, ef báðir eru úr Latex. Það er engin ástæða að ætla að Megastore smokkarnir séu verri en Durex.

  2.
  Hættið þessari feimni og verslið smokkana ódýrt í "dótabúðunum". Betra verð en í Bónus eða apótekunum og langtum betra úrval og hágæða vara.

  SvaraEyða
 7. Ég talaði við innflytjanda á smokkum og spurði út í þetta.
  Það hefur verið reynt að setja óþekkt og þar af leiðandi ódýr merki inn á markaðinn, en þau bara seldust ekki.
  Málið er nefnilega líka það að við sem neytendur gefum nýjum merkjum ekki sjéns. :)

  SvaraEyða