fimmtudagur, 6. maí 2010

Garðsapótek áberandi ódýrara

Ég gerði verðsamanburð á Implanon (hormónastafurinn) í dag og Garðsapótek (Sogavegi 108) er áberandi ódýrara en hin apótekin sem ég hringdi í. Þetta apótek hefur alveg farið fram hjá mér hingað til en ég mun pottþétt athuga lyfjaverð þarna næst.

Garðsapótek 27.146.-
Rima apótek 30.659.-
Lyfjaver 31.117.-
Skipholtsapótek 31.370.-
Apótekarinn 31.596.-
Apótekið 31.666.-

Kv. Linda

6 ummæli:

  1. Rimaapótek er einnig mjög ódýrt apótek, enda ekki tengt apótekakeðjunum. Þetta á a.m.k. við um lyf, en ekki veit ég um aðrar vörur, svo sem snyrtivörur, en lyfjaverð er þar lægra en ég hef fundið annarsstaðar.

    SvaraEyða
  2. Hefur einhver gert verðsamanburð á NuvaRing,væri alveg til í að borga minna fyrir hann. Í Apótekinu í Lóuhólum kostar hann um 6.500kr!

    SvaraEyða
  3. Get alveg mælt með því líka. Vonandi er enginn svo vitlaus að verzla í apótekum Karls Wernerssonar, Lyf og heilsu, Apótekaranum og Skipholtsapóteki.

    SvaraEyða
  4. Talað við einn í dag þar sem verðmunurinn er mikill. Innkaupsverðið á þessu er víst 29.658 kr og vísaði hann á heimsíðu þessu til stuðnings www.lgn.is máli sinu til stuðnings. Virðist rétt, skil ekki verðið í Garðsapóteki samkvæmt þessu hann tapar nokkur þúsund krónum á hverjum pakka.

    SvaraEyða
  5. Innkaupaverðið er 23.632 skv. "Lyfjaverðskrá maí excel" - http://www.lgn.is/gogn/lyfjaverdskra_05_2010.xls

    SvaraEyða
  6. 23.632 kr er verðið án virðisaukaskatts.

    23.632 kr. + 25,5 % virðisaukaskattur = 29.658 kr.

    (23632*1,255=29658 fyrir þá sem ekki kunna prósentureikning)

    SvaraEyða