sunnudagur, 9. maí 2010

Sushi Quatro

Þá er það blessað sushiið.
Gæði og verð fara greinilega ekki alltaf saman í þeim bransa.
Keypti í gær bakka í Sushismiðjunni á Geirsgötu, 7 bitar á 1.400 krónur. Það var ekkert sérstaklega gott sushi fyrir allan þann pening.
Á Fiskmarkaðnum í Aðalstræti er hinsvegar hægt að fá fín hádegistilboð. T.d. 14 bita af sushi og sashimi fyrir 1.490 krónur. Þar er verið að bjóða toppgæði inná veitingastað með þjónustu. Mæli með að fólk skoði það.
Að láta okra á sér í Sushismiðjunni þegar jafn stutt er í Fiskmarkaðinn ætti enginn að gera. Tek fram að ég hef engra hagsmuna að gæta nema eigin bragðlauka og buddu.
Ingibjörg.

7 ummæli:

 1. Skv. tímaritinu Gestgjafanum er besta sushi höfuðborgarinnar á SuZushi í Kringlunni! Hef ekki smakkað þar en er alltaf á leiðinni.

  SvaraEyða
 2. Suzushi er málið, ótrúlega gott. Að þessi staður skuli leynast inni í Kringlu er ótrúlegt.

  SvaraEyða
 3. Sammála með Suzushi, fínasta sushi þar, og virðast vera miðlungs í verðlagningu, 14-1500 kallinn sem svo mikið er talað um hér að ofan færir þér 10 bita.

  SvaraEyða
 4. Besta verð m.v. gæði og magn er samkvæmt Jónasi Kristjánssyni á Fiskmarkaðnum. Get vottað það að Sushiíð þar er frábært(hef ekki prófað það annars staðar). 7 bitar á 1400kr á bakka(gerir ráð fyrir að það hafi ekki verið þjónað á borð) er ömurlega lélegur díll.

  Hef líka verið að heyra góða hluti um Domo og að staðurinn sé jafn góður nú og hann var en hafi lækkað um 40-50% í verði. Frábært hlaðborð þar í hádeginu með góði Sushi frétti ég hjá systur minni.

  SvaraEyða
 5. ég mæli eindregið með domo það er frábær staður með góðum mat og góðri þjónustu!-þórður

  SvaraEyða
 6. Ég vil samt vekja athygli á því að sushibakkinn hjá Fiskimarkaðnum er bara á þessu verði um daginn. Þegar kvölda tekur hækkar verðið upp í 3900.

  SvaraEyða
 7. Ég kaupi oft hádegistilboð á Sushismiðjunni, stóran bakka (10 eða 12 stórir bitar held ég) á 1300 kall. Mér finnst sushiið þeirra geðveikt gott og alltaf mjög ferskt. Alls ekki okur.

  Svo er ég með kort uppá 2/1 í hádeginu á veitingastaðnum þeirra, ég fékk svoleiðis afsláttarkort hjá þeim. Kósý að setjast þar inn og horfa yfir höfnina. Get líka farið þangað með vinkonu minni sem borðar ekki sushi því það er líka annað á matseðlinum, t.d. megagott kjúklingasalat.

  Ég hef sömuleiðis engra hagsmuna að gæta nema bragðlaukana og buddunnar ;)

  SvaraEyða