Hvað er málið með bát mánaðarins á Subway?
Lítill skinkubátur kostar 479kr og stór 769kr þannig hlutfallslega er ódýrara að fá sér stórann bát.
Núna er skinkubátur bátur mánaðarins og kostar því 379kr, og stór 758kr. Þarna sparaði ég heilar 11 krónur á að fá mér stórann bát, hlutfallslega miklu hærri afsláttur á litla bátnum. Hver er pælingin á bak við þetta? Maður klórar sér bara í hausnum. Ætti stóri báturinn ekki að lækka hlutfallslega í verði í samræmi við littla bátinn?
Stór grænmetissæla kostar 739kr á venjulegum degi og hlýtur þar að leiðandi að vera dýrari þegar sá bátur er bátur mánaðarins, snilldar framtak.....aðeins á Íslandi!
Kveðja,
Siggi
Ég þurfti einu sinni að biðja um stóran bát á "venjulega" verðinu þar sem verðið á stórum bát mánaðarins var hærra...
SvaraEyðaAnnars held ég að tilboð á bát mánaðarins sé hugsað sem tilboð á 6" bát en ekki 12". Þetta er vissulega kjánaleg pæling og mætti líkja þessu við pizzutilboð þar sem ekki borgaði sig nema að kaupa hálfa pizzu.
Fyrir nokkrum mánuðum munaði 1 kr. á venjulegu verði og báti mánaðarins, man samt ekki hvaða bátur það var...
Tilboðið er á 6" bát, ekki 12", en þú færð 12" bátinn á sama verði og tvo 6" sé það hagstæðara.
SvaraEyðaGetum líkt þessu við ef sjoppa setti 0,5l kók á tilboð svo lítraverðið yrði lægra en lítersflaskan, þá væntanlega myndir þú kaupa tvær hálfslíters frekar en eina lítersflösku vantaði þig líter af kóki...
Þetta er bara lélegt og ekkert annað!
SvaraEyðaMér finnst ekkert lélegt við þetta. Tilboðið er af litlum bát en ekki stórum, svo einfalt er það!
SvaraEyðaHvaða röfl er þetta. Bara búið til ykkar eigin bát heima eða farið á einhvern góðan stað í hádeginu eins og Kryddlegin Hjörtu. Þótt það sé hátt í helmingi dýrara þá eru gæðin svoleiðis margfallt betri. 800 kall fyrir brauð(kolvetnisnáma) með smá áleggi finnst mér að kasta peningum út um gluggan.
SvaraEyðaÓtrúlegt yfir hverju er hægt að tuða. Viltu frekar að það sé ekki tilboð og þú borgir fullt verð? Besta samlíkingin er með 0,5 lítra kók versus 1 lítra. Ef Bónus setur 0,5 lítra á tilboð en það er samt dýrara að kaupa 2 hálfs lítra flöskur en eina eins lítra, eru þeir þá bjánar?
SvaraEyðamér finnst það bara ágætis díll að hægt sé að fá heila máltíð með fersku hráefni á innan við 400 kall! Þetta er miklu ódýrara heldur en einhverjar draslsamlokur með vondu og litlu hráefni sem seldar eru í matvörubúðum.
SvaraEyða"Heila máltíð"....
SvaraEyðaVeit ekki alveg sko