mánudagur, 3. maí 2010

3D í Sambíó

Ég ákvað um daginn að skella mér í bíó á Clash of the Titans í Sambíóunum Kringlunni. Þegar ég er að versla mér miðan þá er ég spurður hvort ég vilji 3D gleraugu. Ég spyr hvort ég geti horft á myndina án þeirra og svarið var nei. Ég þurfti því að kaupa gleraugun á 200-300 kr (kostaði samtals 1400 kr). Síðan var ég beðinn um að skila þeim að sýningu lokinni, væntanlega svo þau geta selt mér önnur á næstu mynd.
Mér finnst þetta vera frekar mikið okur að þurfa að borga 1400kr fyrir eina bíóferð.
Garðar

8 ummæli:

  1. Nú? Ég lenti í þessu nýlega, en borgaði 100 kr fyrir gleraugun og þurfti ekki að skila þeim. Ertu viss um að þetta sé málið?

    SvaraEyða
  2. Ég fór á myndina og borgaði 150 fyrir gleraugun. Samtals var þetta 1500 kr. Eftir myndina er það svo þitt val hvort þú skilar gleraugunum. Ég gerði það ekki fyrst þetta er þróunin í bíóunum, að maður þurfi að borga meiri pening fyrir hlut sem ekki er hægt að sleppa.

    SvaraEyða
  3. Það er rándýrt að fara í bíó, enda er ég löngu hættur því. Kaupi bara myndirnar á DVD (erlendis frá, takk!). Á þá myndina í flottri útgáfu og get horft á hana eins oft og ég vill -mun ódýrara heldur en að fara með alla fjölskylduna í bíó!

    SvaraEyða
  4. Tók eftir þessu þegar ég fór með drenginn á dreka teiknimyndina.
    Grunnverð á mynd, svo digital álag, 3d álag ofan á það og svo aukalega fyrir gleraugun líka.

    Tók eftir að stelpan prentaði út auka miða fyrir gleraugnakaupunum og tók til hliðar. Á þeim miða stóð "vörukaup".

    Þegar myndin var búin var svo kassi við útganginn þar sem fólk var vinsamlegast beðið um að skila gleraugunum. Ég skilaði þeim að sjálfsögðu ekki. En það er ekki að ástæðu að maður er svo gott sem hættur að fara í bíó, okrið þarna nær engri átt.

    SvaraEyða
  5. Ég fór á sömu mynd í Háskólabíó þar var ég ekki rukkuð fyrir gleraugun! Kannski voru það mistök en mér vöru einfaldlega afhent gleraugu þegar ég labbaði inn í salinn :)

    SvaraEyða
  6. Ég fór á Avatar í Háskólabíói og ég var ekki spurð hvort ég vildi gleraugu eður ei. Miðinn kostaði "einungis" 1400.- og gleraugun fékk ég í láni á meðan á myndinni stóð ;)

    SvaraEyða
  7. Það var hægt að velja 3D eða venjulega sýningu á Avatar þegar ég sá þá mynd í Háskólabíói.

    SvaraEyða
  8. Fyrir þá sem eiga 3D gleraugu - að taka þau bara með á 3D mynd næst þegar þið farið - það er ekki hægt að fara á 3D mynd án þess að vera með gleraugu.

    SvaraEyða