mánudagur, 3. maí 2010

Umfelgun ódýrust í Borgardekk

Mig langar til að benda á að umfelgun og jafnvægisstilling (4 dekk)-16 tommur og álfelgur er langódýrast í Borgardekki, Borgartúni 36, aðeins 5.490.- Þar er líka gott að koma og skemmtilegt spjall meðan beðið er.
Hringdi og gerði verðsamanburð:
Borgardekk 5.490.-
Björgunarfélagið Vaka 5.900.-
Barðinn 6.160.-
Bílkó 6.895.-
Bílaáttan 6.900.-
N1 7.740.-

Með neytendakveðjum,
Gréta

3 ummæli:

  1. Takk fyrir þessa ábendingu :)

    SvaraEyða
  2. Kvikkfix í Kópavogi er ennþá ódýrari. Kom mér virkilega á óvart hversu ódýrir þeir eru...

    SvaraEyða
  3. Sit a dekkjaverkstaedi i Svithjod. Borgadi 1222 SEK fyrir umfelgun sem er 20774kr. Thetta virdist vera nokkud standard okur.

    SvaraEyða