föstudagur, 21. maí 2010

Mikill verðmunur á viðgerðum

Ég þurfti að skipta um bremsuklossa að aftan í bílnum mínum fyrir viku síðan. Og svo í dag (20-05-2010) datt mér í hug að fara með hann í skoðun, vegna þess að ég taldi ekkert vera að honum. En í bifreiðaskoðun komust þeir að því að bremsudiskarnir væru ónýttir að aftan og ég fékk endurskoðun. Altilagi með það ég verslaði mér bremsudiska og á leiðinni heim rifjaðist upp auglýsing sem ég heyri í útvarpinu þar sem Bílaáttan var að auglýsa sína þjónustu, ég rúllaði þangað með það í huga að biðja þá um að skipta um bremsudiska fyrir mig. Ég nennti því ekki. Ég fór þar inn og spurði hvað kostaði að skipta um þá bara taka gömlu úr og setja nýja í (ég tók fram að þetta væri bara að aftan) afgreiðslumaðurinn svaraði 26 þus og eitthvað. Mér brá og tuðaði aðeins í honum og sagði að það tæki mig ekki nema um 1 kls að skipta um þetta þeir væru sennilega svona ca 30 min að þessu með réttum búnaði. Þá sagði hann að það væri bara fast verð á þessu. Þá sagði ég við hann að ég geri þetta bara heima og verð á fínu tímakaupi við það og svo fór ég. Og aftur á leiðinni heim datt mér í hug að kíkja til Max 1 í Hafnarfirðinum. Ég bar upp sömu spurningu þar í afgreiðslunni og fékk til baka að þetta kostaði 6900 kr að gera þetta. Ég brosti bara og sagði honum frá fyrri staðnum og spurði hvort þetta væri örugglega rétt verð og hann sagði svo vera. Þá bað ég hann bara að taka bílinn minn og skipta um þetta og ég beið á meðan og þeir voru 30 min að þessu. En úr því að bíllin minn var komin þarna uppá lyftu hjá þeim þá bara bað ég hann um að smyrja hann fyrir mig og skipta um loftsíu og allt þar tilheyrandi.
Endaði ég að borga þarna hjá þeim 17.815 kr., þar af var 6900 fyrir skiptin á bremsudiskunum..

Mér finnst of mikill verð munur á þessum tveimur stöðum, annars vegar 26 þús og eitthvað og hitt verðið 6900 kr. Fyrie sömu vinnuna.

Annað nýlegt dæmi:
Mig vantar afturdempara í annan bílinn minn. Ég hringdi í Stillingu og verðið þar var 28 þus og eitthvað stk. Mér fannst það í hærri kantinum en ákvað að hringja í umboðið og spyrja hvað dempararnir kostuðu þar þar var mér sagt að stk kostaði 13 þus og eitthvað.. umboðið er Ingvar Helgasson. Ég fór upp í umboð og pantaði báða dempara hjá þeim og greiddi ég 22 þus og eitthvað fyrir þá með afslætti í umboðinu.

Virðingarfyllst,
F. E.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli