föstudagur, 16. apríl 2010

Moltukassar á okurprís

Íslenska gámafélagið býður uppá danska moltukassa af gerðinni Humus

http://www.gamur.is/index.php?option=content&task=view&id=18&Itemid=42

Hringdi og fékk verð isk 34.000 (átti að vera á þessu verði fyrir VSK en
var tilbúinn gefa 'tilboð' og selja á þessu verði m. vsk)

Eftir stutta leit á netinu fann ég sama kassa á danskri vefsíðu

http://www.renosyd.dk/produkter-og-priser/produkt/11

kostar dkk 660 ~= isk 15.000 (510 + 'ormarör' á dkk 150)
528 fyrir vsk ~= isk 12.000

Ef þetta er ekki okur þá veit ég ekki hvað. Það virðist vera svipað okur á
öðrum sambærilegum kössum.
Tómas

2 ummæli:

  1. Framleitt í Danmörku, selt á Íslandi.
    Hvað með flutningskostnað? Mér sýnist þetta vera nokkuð rúmfrekt í flutningi.

    SvaraEyða
  2. Borgarplast selur og framleiðir íslenska moltukassa fyrir íslenskar aðstæður.

    SvaraEyða