miðvikudagur, 7. apríl 2010

Smurt á verð prentara

Ég er að leita mér að prentara og googlaði því hverjir væru bestir núna.
Efstur tróndi ansi álitlegur bleksprautuprentari frá HP: Officejet 8000
þráðlaus. Ég kíkti á síðuna hjá Opnum kerfum en þar var ekkert verð að
finna á honum. Ég googlaði því aðeins meira og á þeim síðum sem voru að
selja græjuna kostaði hún í kringum 120 pund eða 200 dollara. Ekki
erfitt að umreikna það í u.þ.b. 20-25 þúsund krónur. Ég hringdi svo í
opin kerfi og spurði hvað hann kostar hjá þeim. Svarið: 55.000 þúsund
krónur!
Opin kerfi smyrja sem sagt 100% ofan á verðið - ef þetta er ekki okur þá
veit ég ekki hvað. Mér fannst þetta svo ótrúlegt að ég hringdi til að
fullvissa mig um að þetta væri rétt og starfsmaðurinn staðfesti það.
kv,
Jón Pétur

5 ummæli:

 1. Heldurðu virkilega að búðirnar "smyrji" þessu öllu ofan á? Hefurðu ekki heyrt talað um flutningskostnað, tolla og skatta?

  SvaraEyða
 2. Til Jóns Péturs: Ég var að skoða þennan prentara á netinu og það eru margar útgáfur í gangi. Það er eitthvað loðið í þessu, hann er á sumum stöðum vissulega sagður þráðlaus en jafnframt bent á þráðlausan "pung" sem aukabúnað til að prenta þráðlaust. Sá aukabúnaður kostur ríflega 200 pund aukalega. Þetta er eitthvað skrítið.

  Til Nafnlaus#1: Í fyrsta lagi þá eru EKKI tollar af prenturum (ekki frekar en af öðrum tölvuvörum). Þrátt fyri flutningskostnað og skatta er þetta heldur hátt verð, ef þetta er sami prentarinn. Segjum að prentarinn kosti 20.000 í innkaupum, væri ekki óeðlilegt að bæta 2.000-5.000 í flutningskostnað. Síðan kemur skattur (25,5%) og þá er upphæðin komin í rúmlega 31.000. Þannig að 24.000 í álagningu á þessa græju er að mínu mati fullmikið. Að lokum þá er ekki óeðlilegt að ætla að opin kerfi fái þennan prentara á lægri verði en það sem hann er seldur á netinu, þannig að þá er álagningin komin út úr kortinu.

  SvaraEyða
 3. Ég myndi halda að Opin kerfi smyrji meira en 100% á vöruna. Verðið sem fannst á google er væntanlega verð með álagningu. Innkaupsverðið er ábyggilega öllu lægra.

  SvaraEyða
 4. Hér hefur greinilega enginn heyrt talað um magnafslátt fyrst engum dettur í hug að horfa lengra en til smásölunnar og tollayfirvalda hér heima með ástæður verðmunarins.. Innkaupsverð og innkaupsverð er nefnilega langt frá því alltaf það sama... Lítilli sjoppu á Íslandi býðst sjaldan sama innkaupsverð og stórri keðju úti í heimi. Í sumum tilfellum er munurinn svo grófur að útsöluverð í stóra vöruhúsinu í Ameríku er lægra en innkaupsverðið sem litlu búðunum býðst. Ég er alls ekki að segja að við eigum þá að láta okkur hafa 100% verðmuninn góðmennskunnar vegna, og sjálfsagt að benda á það, en við skulum aðeins hugsa út fyrir kassann áður en við förum að kalla menn okrara og glæpamenn.

  SvaraEyða
 5. Annars ef þig langar að spara kaupirðu ekki bleksprautuprentara. Nema þú ætlir þér hreinlega að prenta ljósmyndir myndi ég kaupa laserprentara. Tónerinn dugar í tugþúsundir blaðsíðna og þornar ekki upp eins og blekið þegar lítið er prentað.

  Mjög sjaldgæft að fólk þurfi að prenta í lit.

  SvaraEyða