Mig langaði að segja frá ævintýri mínu í dag. Þannig var að ég fór í BYKO til að kaupa haus á símasnúru. Þetta er lítið plaststykki framleitt í gríðarlegu magni. Ég fann þetta í BYKO og sá tvær pakningar. Annars vegar eitt stykki í pakka á 252 krónur og hins vegar 100 stykki í pakka á 4.115 krónur. Sem sagt ef ég þurfti 100 stykki kostaði stykkið mig rúmar 41 krónu. En mig vantaði bara 10 stykki þannig að ég spyr afgreiðslumann hvort ekki sé til pakkning þarna á milli. Hann segir að þetta sé það eina í boði. 10 stykki myndu kosta mig 2.520 krónur eða vel rúman helming af því sem 100 stykki kosta. Mér fannst þetta skelfilega dýrt og ákvað því að rúlla í Húsasmiðjuna þó ég væri ekkert sérlega bjartsýnn um að þeir væru nokkru skárri. En þar get ég keypt í stykkjavís eins og mig vantar. Stykkið þar kostar 10 krónur. Ég kaupi því 10 stykki og fæ í þokkabót 10% afslátt og borga því 90 krónur fyrir herlegheitin í stað 2.520 króna í BYKO. Ég hef sjaldan komið jafn ánægður út úr Húsasmiðjunni og vona bara að sú ánægja með þá endist lengi.
Kveðja,
Sigurgeir
Ég mæli með Brynju á Laugavegi. Mér leiðast þessi risagímöld sem Byko og Húsasmiðjan eru.
SvaraEyðaég er sammála Brynja er lítil en góð búð
SvaraEyða