Sýnir færslur með efnisorðinu gos. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu gos. Sýna allar færslur

miðvikudagur, 27. júní 2012

Dýrt Pepsi í Vestmannaeyjum


Við fórum í dag til Vestmannaeyja og komum við á veitingarstað sem heitir Café María. Við vorum með 4 börn og báðum um 2 ltr. flösku af gosi á borðið þar sem við töldum það vera hagstætt. Þegar við borguðum kostaði flaskan af 2ja ltr. Pepsi 1.200 kr. Þetta er svipað verð og hægt er að fá sex 2ja. ltr. flöskur á í Bónus. Ótrúleg verðlagning og ljóst er að við komum ekki oftar við þarna er við skreppum til Eyja.
 
kv. Jórunn Helena

föstudagur, 18. mars 2011

Dýrt kók í Pólís

Ég fór í dag í verslunina Pólís í Skipholtinu til þess að kaupa 2. lítra kók.
2. lítra kók í sjoppunni kostar 450 kr. Kannski er það svona dýrt því ég fékk plastpoka með (var komið gat á hann þegar ég kom heim. Ég hoppaði beint upp í bíl með kókið í pokanum, þannig að ekki var það hnjask sem skemmdi fína hvítglæra pokann).
Ég fattaði hvað ég eyddi í þetta kók þegar ég kom heim, og mig langaði mest til að skila því. Okurbúlla!
Til gamans, þá sá ég fagmannlega útprentaðan miða í hillunni í sjoppunni sem tekur fram að ekki sé hægt að borga með debetkorti sé upphæðin undir 300 kr. Why even bother?
Kv,
Nafnlaus

þriðjudagur, 15. febrúar 2011

Ódýrt gos í Á stöðinni

Ég fer nú ekki oft í Hafnafjörðinn en það gerði ég um daginn, kom við í
sjoppu/bensínstöð sem heitir Á stöðinni og fékk þar hálfan líter af Egils
Kristal á 149kr. Var við öllu viðbúinn og bjóst við að þurfa borga um 300kr
eins og flestum sjoppum. Þeir eiga hrós skilið!
Þórunn

laugardagur, 22. janúar 2011

Ódýrt gos á Reykhólum

Ég sé mig eiginlega tilneydda að hafa samband við þig. Málið er að ég vinn á Reykhólum í Reykhólasveit og hef verslað við verslun hér á staðnum sem ber nafnið Hólakaup. Þegar ég fer í Hólakaup þá versla ég mér stundum Pepsi eða Appelsín. Fyrst þegar ég verslaði mér þessa gosdrykki í Hólakaupum þá tók ég eftir verðinu á 1/2 líter Pepsi og Appelsíni ... aðeins 119 kr. flaskan í dag ( var 129 kr í haust ).. Ég spurði verslunarstjórann og eiganda Hólakaups hverju þetta sætti, svona verð sæi ég aldrei í Rvík eða á höfuðborgasvæðinu. Eyfi svaraði, en svo er verslunareigandinn nefndur hér á staðnum ... ,, til hvers að hafa hærra verð þegar mér nægir að hafa þetta verð og tapa ekki á því?
Hvernig stendur á þessum mikla verðmun í Reykjavík og hér á Reyhólum ? Mér ofbýður þessi verðmunur, það er ekki að byrja neitt núna þetta ódýra verð á gosi hérna, ég kom hingað í fyrsta sinn í júlí í fyrra og þá var þetta verð eða 129 kr. sem er 100 kr. minna en á samskonar gosi í bænum.
Með bestu kveðju,
Guðbjörg Elín

miðvikudagur, 15. september 2010

Yfirþyrmandi álagning!

Ég fór í Sambíó Álfabakka í gær og ætlaða að kaupa mér Topp frá Vífilfell. Ég var rukkaður um 370 kr. í Sælgætissölunni. Mér blöskraði þetta og ætlaði þá að fá mér úr sjálfsalanum sem þarna var og var þar verðið 360 kr, 10 kr ódýrara. Ég hringdi sjálfur í Vífilfell til að kanna hvað ég gæti keypt 18 flösku kippuna á og þar var verðið til mín 2288 kr. Semsagt flaskan á 127 kr. Stór kaupandi er örugglega með mun betri afslátt en ég og er trúlega að borga um 100 kr fyrir flöskuna. Að setja 270 kr álagningu á vatn með kolsýru út í finnst mér vera algert brjálæði. Þetta er lýsandi dæmi um allt sem er að gerast í kringum okkur, álagning á öllu er orðin yfirþyrmandi.
Erlingur Guðbjörnsson

miðvikudagur, 4. ágúst 2010

Stóra Kókkippusvindlið

Ég fann mig knúna til þess að koma þessu á framfæri.
Ég kaupi af og til kippu af 2ja lítra gosi í Bónus. Ég hef lent í því að
afgreiðslufólkið notar ekki strikamerkið sem er utan á plastumbúðunum,
heldur rennir strikamerki af flöskunni í skannann og margfaldar með 6. Þá
borgar maður fullt verð fyrir hverja flösku og þá eru það tæpar 1600 kr.
fyrir kippuna. Ef rétta strikamerkingin er notuð, þá fær maður kippuna á
um 998 kr. Ég lenti í þessu núna síðast í dag í Bónus á Selfossi. Afgreiðslustúlkan
skannaði inn flösku og margfaldaði með 6. Ég spurði hana hvort hún ætti
ekki að nota strikamerkið sem væri utan á plastumbúðunum utan um kippuna,
en hún svaraði því að það strikamerki virkaði ekki alltaf og því væri þeim
(starfsfólkinu) sagt að nota bara strikamerki af flöskunni.
Þar sem Íslendingar eiga heimsmet í kókdrykkju, tel ég víst að ansi margir
hafi lent í þessu og borgi því tæpum 600 krónum of mikið fyrir kippuna.
Ég bið því fólk að vera vakandi yfir þessu og passa sig á þessu með
strikamerkin.
Með bestu kveðju,
Björk Konráðsdóttir.

miðvikudagur, 17. mars 2010

Drykkir í Borgarleikhúsinu!

Ég skellti mér á FAUST um helgina og var alveg heillaður af verkinu. Það sem stakk mig verulega var þegar ég ætlaði að fá mér drykk í hléinu. Þarna er hægt að fá litlar dósir af gosi sem innihalda að mig minnir 150 ml. þetta eru svona "flugvéladósir". Verðið á þessum dósum var 400 kr sem mér finnst algjört OKUR svo ekki sé meira sagt. Ég ákvað að taka ekki þátt í þessari vitleysu og fékk mér bara vatn.
kv. Örn

miðvikudagur, 4. nóvember 2009

Gostengt neytendaráð

Hver kannast ekki við að eiga ekki annarra kosta völ en að hella niður
heilu lítrunum af goslausu kóki, þar sem það er algjörlega ódrykkjarhæft
án goss?
Gott ráð við því er að kaupa nýtt kók og blanda 50 / 50 við gamla kókið.
Maður við finnur varla mun!
Friðrik Árni

föstudagur, 2. október 2009

Pepsihækkun Bónuss

Vildi benda á að ég skrap í Bónus í gær og ætlaði m.a. að kaupa Pepsi Max. Það hefur legið í 150-170 kr þar 2 lítrar. Skyndilega er það komið í 220???? Og hvergi talað um þessa hækkun - á einni viku.
Vildi benda á þetta,
kveðja Þórhallur

mánudagur, 21. september 2009

Kók á Grundarfirði

Hálfs líters dós af kóki kostar 350 krónur á Kaffi 59 á Grundarfirði. Hver er annars álagningin í þannig tilfellum?
Kristinn Leifsson

föstudagur, 18. september 2009

Okur á ½ lítra gosi

Blöskrar soldið verð á gosi á bensínstöðvum og næturverslunum
½ lítri af kók kostar oftast 210 kr á meðan 1 líter kostar bara 285 kr.
½ lítri af kók kostar til samanburðar 135 í Hagkaup og minna en það í Bónus man ekki alveg 119 eða eitthvað þannig.
Það er bara verið að okra á þessum ½ flöskum þar sem það er hentugasta stærðin fyrir þá sem vilja grípa eina flösku.
Sigurður Jónas Eggertsson