þriðjudagur, 15. febrúar 2011

Ódýrt gos í Á stöðinni

Ég fer nú ekki oft í Hafnafjörðinn en það gerði ég um daginn, kom við í
sjoppu/bensínstöð sem heitir Á stöðinni og fékk þar hálfan líter af Egils
Kristal á 149kr. Var við öllu viðbúinn og bjóst við að þurfa borga um 300kr
eins og flestum sjoppum. Þeir eiga hrós skilið!
Þórunn

11 ummæli:

  1. Þetta er ódýrt í samanburði við aðra aðila, en 149 kr. fyrir VATN á Íslandi, það er vægast sagt okur.

    SvaraEyða
  2. Er hér verið að hrósa lítraverði vatns á íslandi kr 298?!
    Þetta slær helvítís bensíninu við.

    Hvernig væri nú að stöðva svona bull á annars bestu síðunni - herra Dr Gunni?!

    SvaraEyða
  3. Ég hef voða lítið verið að ritskoða það sem mér er sent og birti yfirleitt allt, eða lang flest (nema það sé yfirgengileg steypa). Lesendur hljóta að geta áttað sig á því hvað er gott og hvað ekki. Auðvitað er 298 fyrir 1 l af vatni algjört rugl, þegar þetta kemur úr krananum og hægt að kolsýra þetta á einfaldan hátt með Sodastream.

    SvaraEyða
  4. Ég var nú aðallega að benda á að þetta væri betra verð en annarsstaðar, t.d. í bíóum landsins þar sem hálfur líter kostar 350kr. Auðvitað á þetta að vera ódýrara! Það væri nú gaman að vita hvað sodastream hylkið kostar í dag? Ég hætti að kaupa það fyrir löngu síðan því að það er hlutfallslega ódýrara að kaupa kolsýrt vatn í Bónus en það sem maður fær úr einu hylki úr Sodastream!

    SvaraEyða
  5. Þórunn, færðu lítrann af sódavatni á innan við 30 krónur í Bónus?

    SvaraEyða
  6. Þroskað, Þórunn, þroskað.

    SvaraEyða
  7. Ég ákvað bara að halda áfram í þessum sandkassaleik sem þú byrjaðir á!

    En að öllu gamni slepptu þarf ég líklega að fara finna búð sem selur ódýr sodatreamhylki en sú búð sem er í nágrenni við mig. Ég miðaði mínar "rannsóknir" út frá því þannig að ef þú herra nafnlaus gætir sagt mér hvar þessi ódýru hylki fást þá væri það vel þegið.

    SvaraEyða
  8. Þórunn, ég er með eldri týpuna af Sodastream tæki en hylkið í því dugar í 30 lítra (Búinn að sannreyna það). Ég kaupi áfyllingu á hylkið í Hagkaupum eða Krónunni (Getur líka farið beint í Vífilfell en það er ekkert ódýrara) og kostar hún um 850 krónur. Þá kemur lítrinn út á tæplega 30 krónur. Mér skilst að hylkið í nýrri tækin eigi að duga í 60 lítra en ég veit ekki hvað áfyllingin kostar, finnst lélegt ef hún er dýrari en 1800.

    Kveðja,
    herra nafnlaus

    SvaraEyða
  9. Takk fyrir, ég prófa þetta!

    SvaraEyða
  10. Fór í hagkaup og keypti í nýja tæki mitt kosta 3650 kr takk fyrir .

    SvaraEyða