Við hjónin fórum í Nótatún Hamraborg áðan til þess að kaupa okkur smávegis nautakjöt í matinn. Eftir smá umhugsun leist okkur best á ungnauta lund á kr. 5398 kílóið. Við þurftum ekki mikið, en það sem var til hjá þeim var c.a. 500 gr. Við báðum hann um c.a. 2-300 gr. af þessu hálfa kg. Þegar búið var að skipta lundinni þá reyndist bitinn sem við vildum vera um 300 gr. og ákvaðum við að kaupa hana. Þá tjáði starfsmaðurinn okkur að þar sem þetta væri miðjan úr lundinni, þá myndir kílóverðið HÆKKA upp í kr 5999 kílóið. Ég hef aldrei lent í svona vitleysu og hef til þessa geta gengið út frá því að það verð sem er auglýst í búðinni væri það verð sem neytandinn ætti að greiða. Það er með ólíkindum að þeir vogi sér að hækka verðið þegar maður er búinn að ákveða hvað kaupa á í það skiptið. Okkur fannst þetta hinn mesti dónaskapur og löbbuðum út úr búðinni. Er þetta það sem koma skal?
Kveðja,
Guðrún
Íslendingar éta allt ofan í sig svo auðvitað gera þeir þetta.
SvaraEyðaehh... hver kaupir kjöt á 5.400kr/kg svona yfir höfuð?
SvaraEyðaÞetta er auðvitað galið verð, það á enginn að kaupa þetta, jafnvel ekki á auglýsta verðinu. Krónan hefur verið með tilboð á ribeye þessa helgi, 2.000kr. kg., ágætis dæmi.
SvaraEyðaSammála þeim sem segja,auðvitað 'A ekki að
SvaraEyðakaupa mat sem kostar svona mikið.
Málið er samt ekki að þetta fólk valdi að kaupa dýra steik heldur að verðið átti skyndilega að hækka. Okkur kemur auðvitað ekki hvað hvað aðrir kaupa sér dýrt kjöt!
SvaraEyðaGott hjá ykkur að labba út og kaupa ekki kjötið, maður lætur ekki bjóða sér svona svik.
Afar sérstakt. Fróðlegt þætti mér að vita hvar miðjan endar og endarnir byrja.
SvaraEyðaFyrir utan það þá þykir mér afar líklegt að þetta sé lögbrot þar sem allar vörur eiga að vera verðmerktar skýrt og greinilega.
Held að munnlegar verðmerkingar fullnægi ekki þeim kröfum.
Sammála síðustu tveimur, maður má nú gera vel við sig endrum og eins hafi maður efni á því, og verðmiðinn á lundinni (þótt mig minni endilega að kílóverðið byrji á 4 ef ekki 3 á nautalund t.d. í Melabúðinni og Hagkaup, þá er það önnur saga) er ekki rauði þráðurinn í þessarri sögu.
SvaraEyðaÞað má máske færa rök fyrir því að selja miðjuna úr lundinni dýrar en restina, enda besti og eftirsóttasti bitinn, en þegar lundin liggur í heilu í kjötborðinu, og merkt á einu verði, þá á það verð að gilda sama hvaða stykki úr henni er valið, enda stóð hvergi að miðjan væri dýrari, fyrir utan það, eins og hann segir, að erfitt sé að ákveða hvar miðjan endar og endinn byrjar.
Fólk sem kaupir okrið heldur uppi verðlagi.
SvaraEyðaÉg er því ósammála þeim sem finnst það í lagi að borga 5.400kr/kg fyrir nautakjöt.
Hinsvegar er ég sammála þegar kemur að viðbrögðum greinarhöfundar, þar var um að ræða göfugan og ákaflega sjaldgæfan gjörning hér á landi.
Nóatún kjötborðið hefur hríðversnað á síðasta ári, verðlega séð. Athugið sömu eigendur og Krónan.
SvaraEyða