miðvikudagur, 2. febrúar 2011

Disney matreiðslubókin morandi í villum

Disney matreiðslubókin er uppseld, seldist í 14000 eintökum, ein mest selda bók landsins. Uppskriftirnar eru víst morandi í hvimleiðum villum. Sjá t.d.:

http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=22756543&advtype=52&showAdvid=22756543#m22756543

http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=21957173&advtype=52&showAdvid=21957173#m21957173

Kannski hefur það farið fram hjá mér en ég hef ekki séð þetta koma fram í fjölmiðlum. Skil vel að ekki sé vinnandi vegur að innkalla bókina en það ætti að gefa út nýjar leiðréttar blaðsíður svo fólk geti límt yfir ef það vill. Leiðinlegt ef eldri krakkar eru að elda eftir uppskriftum sem eru dæmdar til að mistakast og halda að þeir séu svona misheppnaðir sjálfir :-S )
Kv,
Bedda

10 ummæli:

 1. Mæltu manna heilastur.

  SvaraEyða
 2. komin leiðrétting http://www.facebook.com/?ref=home#!/album.php?aid=46001&id=110309422356358&fbid=152026048184695

  SvaraEyða
 3. Flokkast þetta sem okur?

  SvaraEyða
 4. Gamla bókin frá 1980 og eitthvað er milljón sinnum betri en þessi nýja drasl bók sem í vantar allar skemmtilegar myndir sem heillaði mig sem krakka að elda upp úr gömlu bókinni.

  SvaraEyða
 5. Linkur á barnaland? Í alvörunni???

  SvaraEyða
 6. Flott að það er alla vega komin leiðrétting á Facebook (þótt mér finnist þetta eiga erindi sem leiðréttingartilkynning í helstu blöðum).

  Til að svara pirruðum dissurum þá fannst mér þetta eiga erindi á okursíðuna þar sem verið var að auglýsa grimmt og selja gallaða vöru. Reyndar kemur í ljós í svarinu núna að þetta hafi verið leiðrétt í 2 prentun en fyrsta upplagið hlýtur að hafa verið ansi stórt. Það hefði mátt tilkynna þetta þegar þetta uppgötvaðist þannig að fólk gæti alla vega leiðrétt þetta handvirkt.

  Varðandi Barnaland þá bjargaði það þrátt fyrir allt afmælinu. Ef ég hefði ekki komist að þessu þar hefði ég eflaust haldið að ég hefði klúðrað þessu sjálf og reynt að baka kökuna upp á nýtt.

  Varðandi gölmu bókina þá er ég alveg sammála. Kannski er það bara nostalgía en þessar fullkomnu ljósmyndir eru ekki að gera neitt fyrir mig. Í núðluréttinum er til dæmis mynd af einhverju fagurskornu grænmeti sem er ekki einu sinni í uppskriftinni...

  That being said, þá er ég samt mjög ánægð með þetta framtak. Glæsileg bók og við fjölskyldan höfum haft gagn og gaman af.

  SvaraEyða
 7. Fólk á varast allt sem gefið er út undir nafni
  Walt Disney.

  SvaraEyða
 8. Matreiðslubók MORANDI í villum ????????????
  Mjög leiðinlegt, enn er ekki bara ein uppskrift sem er með villum í ???? mér sýnist það á umræðunum vera Ripp, Rapp og Rupp uppskriftin.
  Eru fleiri villur ?????

  SvaraEyða
 9. Það eru víst 3 uppskriftir með villum í og svo eru hvorki meira né minna en 3 villur í Ripp Rapp og Rupp einni. Mér finnst það fullmikið af hinu góða þótt kannski sé ofsögum sagt að villur í 3 af 124 uppskriftum flokkist sem morandi.

  Svar frá Disney:

  "Matreiðslubókin mín og Mikka
  Við gerð Stóru Disney-matreiðslubókarinnar slæddust villur inn í 3 af 124 uppskriftum. Við biðjumst innilegrar velvirðingar á því. Þessi mistök voru leiðrétt fyrir 2. prentun bókarinnar. Leiðréttar uppskriftir má sjá í myndaalbúmi þessar fa...cebook-síðu – og líka hér:

  1) Súkkulaðikaka handa Ripp, Rapp og Rupp á bls. 164: Hér var sykurinn minnkaður og matarsódinn tekinn út. Hún lítur því svona út í dag (aðferðlýsingin er sú sama): 125 gr smjör eða smjörlíki (við stofuhita) / 2 dl sykur / 3 dl hveiti / 1 dl súrmjólk / 3 msk kakó / 1 ½ tsk lyftiduft / 1 tsk salt / 2 egg

  2) Karrýfiskur Guffa bls. 106: Hér var farið heldur geyst í karrýinu: magnið er ekki 50 g heldur 15-20 g.
  3) Í Kjúklingapasta Mikka á bls. 62 gleymdist að setja að setja rjómann í aðferðalýsingu en hann á að vera í lið 6.
  Við höfum hins vegar fengið fyrirspurnir um eftirfarandi:
  1) Græna kakan úr Undralandi bls. 160: uppskriftin er rétt - það á ekki að vera lyftiduft í henni.
  2) Ýsa í kókos-karrý að hætti Mínu bls. 104: Það á ekki að vera karrý í uppskriftinni - og að hætti Indverja notar Mína karrýkryddin beint í stað tilbúinnar karrýblöndu."

  Það eru margir fúlir yfir þessu á facebook síðunni ekki bara nöldurseggurinn ég og vilja fá gölluðu bókinni skipt í nýja þegar (ef?) hún verður endurprentuð.

  SvaraEyða
 10. Það voru víst ekki bara villur, heldur líka uppskriftir ,,lánaðar" í leyfisleysi frá Nönnu Rögnvaldardóttur. Þessi bók var margfalt klúður.

  SvaraEyða