þriðjudagur, 15. febrúar 2011

Súperskór

Súperskór sf er í eigu ósköp venjulegs fjöslkyldufólks sem ákvað einn daginn að gera eitthvað annað og meira en að sitja heima í eldhúsi og kvarta undan verðlaginu á Íslandi. Fyrirtækið rekur netverslunina www.superskor.is þar sem boðið er upp á skófatnað á betri verðum en en boðið er upp á í verslunum á landinu. Síðan er skemmtilega upp sett og auðvelt er að panta vöruna þar sem bæði er hægt að greiða með kreditkorti og millifærslu á reikning verslunar. Boðið er upp á fría heimsendingu hvert á land sem er og fara skórnir í póst um leið og greiðsla berst til seljanda.
Í augnablikinu er aðallega boðið upp á skó fyrir börn og unglinga en stefnt er á aukaúrvalið jafnt og þétt og taka inn skó fyrir herra og dömur fljótlega. Ef farið er inn á síðuna sést að allir barna og unglingaskór kosta minna en 5000 kr.
Síðan hefur fengið góðar viðtökur og hafa þeir sem verslað hafa við Súperskó sf verið ánægðir með vöruna og þjónustuna. Margir halda kannski að ekki sé hægt að versla skó á netinu vegna mismunandi stærða og annara vandkvæða en það er ekki svo. Á síðunni má finna upplýsingar um þá skó sem þykja vera í smærri stærðum en gengur og gerist og einnig má þar finna tölur sem sýna innanmál í millimetrum. Ef skórnir passa ekki þegar þeir eru komnir til kaupanda er boðið upp á senda þá til baka og fá rétt númer sent í staðinn. Sendingarkostnaður vegna skipta á skóm fellur reyndar á kaupanda en engu að síður þægileg lausn.
Kristján

7 ummæli:

 1. Er þetta orðin auglýsingarsíða??

  SvaraEyða
 2. 'Eg er svo vitlaus að halda að það þurfi að máta skóna,áður en maður kaupir þá ! En það er sennilega tóm vitleysa.

  SvaraEyða
 3. Hvað er málið með allar þessar hallærislegu auglýsingar hérna á síðunni?

  SvaraEyða
 4. Það er verið að tala um vændi og ýmislegt hérna, þetta innlegg er alla vega tengt okri (eða ekki-okri)

  SvaraEyða
 5. "þar sem boðið er upp á skófatnað á betri verðum"

  Hrikalega ljótt að sjá svona málvillu. Orðið verð er ekki til í fleirtölu.

  Á betra verði á það að vera

  http://www.lexis.hi.is/ordvikunnar/verd.html

  SvaraEyða
 6. Hahaha sammála, svo stendur líka þarna " þessi skór er uppseldur" er það hægri, eða vinstri :)

  SvaraEyða
 7. Það má koma fram að þessir skór eru hvergi til hér á landi nema í þessari netbúð þannig að skórnir geta vel verið miklu ódýrari í netbúðum í útlöndum.

  SvaraEyða