Ég sé mig tilneydda til að senda meðfylgjandu upplýsingar varðandi óheiðarlega viðskiptahætti.
Um seinustu helgi, 7. - 9. febrúar, var auglýstur 40% afmælisafsláttur af öllum vörum hjá skartgripaversluninni Jóni og Óskari þar sem þeir áttu 40 ára afmæli. Þar sem ég hafði fengið dýra eyrnalokka frá þeim í jólagjöf og skipt þeim í inneignarnótu þann 15. Janúar 2011 þá hugsaði ég mér gott til glóðarinnar. Ég hringdi fyrst í verslunina og spurði hvort það mætti nota inneignarnótu á þessum afmælisafsláttardögum.
Svarið var ekkert mál. Ég var því voða ánægð þegar ég fór niður í búðina og ætlaði að versla fyrir nótuna mína sambærilega vöru á góðum afslætti. EN VITI MENN... vörurnar sem ég var búin að vera að skoða voru búnar að hækka á bilinu 34% til 36%.
Mér varð illt. Eyrnalokkarnir sem ég fékk í jólagjöf og skilaði 15. janúar kostuðu 34.200 krónur áður, en voru komnir í 47.000 krónur. Eyrnalokkarnir sem ég ætlaði hins vegar að skipta í voru á 37.200 þann 15. janúar en voru komnir í 50.000 krónur slétt.
Ég lét reyndar afgreiðslustúlkuna vita af þessu og hún hvíslaði að mér að ég fengi eyrnalokkana á gamla verðinu eða eins og þeir kostuðu vikuna áður. Viðskiptavinurinn sem stóð við hliðina á mér spurði hvort þetta væri svona með allt í búðinni en svarið var nei, einungis þetta tiltekna merki.
EN hvað vitum við?????????????
Tekið skal fram að í þessari verslun var fullt út úr dyrum alla helgina þar sem fólk hélt greinilega að það væri að fá 40% afslátt.
Virðingarfyllst,
Guðný Gísladóttir
Ég er hrædd um að þetta sé ekki einsdæmi. Dóttir mín ásamt vinkonu fóru einu sinni í barnafataverlsun þar sem var "afsláttur" á vörum vegna einhvers sem heitir víst Kringlukast. Vinkonan skoðaði tiltekna vöru og spurði hvort afslátturinn væri ekki af verðinu sem var á flíkinni. Neið sagði afgreiðslustúlkan það á eftir að hækka verðið áður en afslátturinn er veittur. Kona spyr sig hvort þetta séu heiðarlegir viðskiptahættir. Svara mér sjálf. Að sjálfsögðu ekki.
SvaraEyðaMargrét Ríkarðsdóttir.
Bara að kæra þetta. Þetta er bannað. Verslunin verður að geta sýnt fram á að hún hafi selt vörur á verðinu sem er sýnt sem fullt verð fyrir afslátt.
SvaraEyðaÞetta er djók
SvaraEyðaÉg verlsaði hjá J&Ó þessa helgi og nýtti mér umræddan afslátt vel og vandlega. Ég keypti 5 vörur sem man hvað kostuðu og ætla að kíkja til þeirra í vikunni og athuga hvort verðmiðinn sé óbreyttur eða hafi lækkað.
SvaraEyða