Þetta er ágætt í bland, Bónus og Krónan út á Granda. Krónan er þó aðeins meira eins og maður sé í búð, því Bónus er meira eins og maður sé í skemmu. Allavega: Í Krónunni hefur löngum verið ömurlega verðmerkt og það er ekkert að breytast. Auk þess er stundum vitlaust merkt. Auðvitað á maður að vekja athygli á þessu í búðinni og vera með uppsteit við kassann en það er bara svo ferlega bjánalegt og leiðinlegt fyrir aðra kúnna. Svona er maður slappur neytandi, þrátt fyrir allt. Áðan keypti ég erlent Famous lúxus hnetubland og tók alveg sérstaklega eftir því að pokinn kostar 399 kr. Kíkti ekki á miðann (eins og fífl) fyrr en ég kom heim og þá hefur þetta skannast inn sem Famous ristaðar hnetur á 579 kr – búðin hafði af mér 180 kr. Ég velti því fyrir mér hvort strikamerkin séu öfug á hinn veginn, þ.e. að maður borgi minna fyrir dýrari hneturnar? Ég ætti að bruna upp í búð með pokann og strimilinn en ég bara hreinlega nenni því ekki. (Frekar nenni ég að skrifa þetta á Okursíðuna!)
Í staðinn bíst ég við að Krónan hafi samband og leggi 180 kr inn hjá mér þegar ég hef gefið þeim upp reikningsnúmerið. Þeir geta sannreynt hvort ég sé ekki að segja satt á kassanum í Krónunni út á Granda.
Og eitt enn. Ég tróð vörunum í tvo poka og þeir rifnuðu báðir á leiðinni út í bíl. Munaði litlu að stórslys ætti sér stað. Aldrei hafa pokar, hvorki frá Bónus né Krónunni rifnað, sama hvað maður treður í þá, svo hér er klárlega verksmiðjugalli á ferð. Tékkið á því.
Bkv,
Dr. Gunni
Hér er ekki verksmiðjugalli á ferð. Það er undantekning ef pokarnir halda alla leið heim. Keypti mér BAGGU BAG í haust og hætti að kaupa pokana í Bónus. Traustir og miklu betra að halda á þeim. Fyrir utan það er maður lookar mikið betur á leiðinni heim úr búðinni.
SvaraEyðaHvar fær maður Baggu bag á Íslandi?
SvaraEyðaÞett er OF algengt hjá krónunni að hafa eitt verð í hillu en svo er dýrara þegar á kassa er komið...þetta er ástæðann fyrir að ég HÆTTI að versla við krónuna!!! Fyrir utan hvað þeir eru dýrir á mörgum vörumsemeru ekki í viðmiðunarkörfu ASI...
SvaraEyðaBaggu Bag fást í Lyfju og Heilsu-búðunum
SvaraEyðaBaggu bag fæst líka í Kokku.
SvaraEyðaGæti verið að þið lesið vitlausan miða. Það þýðir ekkert bara að lesa verðið fyrir neðan þið það þarf líka að sjá hvaða vara stendur á þessu verði. Er þetta einvher spes aróður frá Bónus.
SvaraEyðaOjj bara, baggu bag er geðveikislega dýr seinast þegar ég gáði allavega... Miklu ódýrara að fá sér taupoka frá hinum ýmsu verslunum sem selja svoleiðis á 100-200 kr. Virka jafn vel og maður sparar, eða þá að sauma sér/prjóna/hekla poka alveg sérhannaðan fyrir mann sjálfan. :)
SvaraEyðaBaggu Bag kostaði heilar 1590 kr. í Kokku í haust. Ætli það hafi ekki tekið mig 2 mánuði að borga hann upp með því að sleppa Bónus pokunum. Finnst hann hverrar krónu virði.
SvaraEyðanafnlaus # 8 notar þú virkilega heila 80 nýja plastpoka(hægt að nota þá aftur og aftur og versla sér poka í ruslið sem kosta um og undir 5kr stykkið) á 2 mánuðum eða 10 á viku ?
SvaraEyðaÞetta þykir mér gríðarleg sóun
Fór í Krónuna. Verslunarstjórinn hafði séð þetta hér og endurgreiddi mér 180 kr. Góðir á því í Krónunni - eða allavega að reyna sitt besta.
SvaraEyðaDr. Gunni
ég hef líka tekið eftir þessu með krónuna...alltof oft sem það er hreinlega vitlaust verðmerkt, meira að segja á tilboðum. og ég er að lesa réttan verðmiða. alltof oft sem vantar líka verðmiðann eða er rangur verðmiði. varðandi þetta finnst mér betra að versla við bónus. ég veit ekki hve marga þúsundkalla krónan hefur haft af mér á þennan háttinn því eftir fyrstu skiptin þá bara nennir maður ekki þessu veseni sem það er að fá þetta leiðrétt. svo er þjónustan ekkert góð þarna, finnst þau liðlegri í bónus ef ég þarf þjónustu. td um jólin þegar krónan var með bækur. og barnið mitt fer að skoða eina bókina, merkt sýniseintak, sem að fylgir tússpenni og fer að prófa, kemur þá ekki starfsmaður og segir að ég þurfi að borga bókina. en heldur síðan kjafti þegar ég bendi á að þetta er sýniseintak. svo er allt dýrara í krónunni. eina ástæðan fyrir því að ég versla endrum og eins við krónuna er útaf staðsetningu og sumum vörum sem fást ekki í bónus.
SvaraEyða