föstudagur, 11. febrúar 2011

Upplýsingar á afgreiðslukassaskjá

Væri ekki uppálagt að kanna hvernig staðið er að því að afgreiðslukassaskjár snúi að viðskiptavininum við kassann? Þ.e. að þeir sýni það verð sem sett er inn og svo samtöluna. Við sem erum heyrnarlaus og/eða heyrnarskert vorum að ræða þetta og þessu atriði er ábótavant í sumum verslunum. Mér finnst t.d. óþolandi þegar afgreiðslufólkið þylur upp upphæðina og maður segir HA? Snýr sér að skjánum og þar er samtalan ekki, heldur síðasta varan sem var slegin inn, þegar beðið er um upphæðina á skjáinn, kemur stundum fát á starffólkið, það fer að leita á lyklaborðinu að takkanum sem slá á svo samtalans sjáist á skjánum sem snýr að kúnnanum. Stundum finnst takkinn stundum ekki og stundum er sagt að takkinn sé bilaður o.s.frv. Þessu er mest ábótavant í Hagkaupum, á bensínstöðum, sjoppum; sem sagt í mörgum búðum. Í dag var enginn skjár til staðar í snyrtivörudeildinni í Hagkaup í Garðabæ, samt var þar að mér sýndist nýr afgreiðslukassi. Hvað segja lög og reglur um svona atriði? Ég er búin að senda fyrirspurn á Neytendastofu; postur@neytendastofa.is hef ekkert svar fengið en vona að þar finnst minnst einhver sem getur svarað þessu atriði. Þetta er upplýsingaraðgengismál og mér telst svo að fólk eigi rétt að sjá það verð sem slegið er inn og samtöluna líka. Eins mætti alveg skoða líka hjá gjaldkerum í banka með það í huga að viðskiptavinurinn á rétt á að sjá hvaða upplýsingar gjaldkerinn er að skoða um sig við afgreiðslu á sér og hvaða upplýsingar hann sér á skjánum þegar reikningsnúmer manns er slegið inn.
Kær kveðja,
Sigurlín Margrét

13 ummæli:

  1. Góður punktur. Persónulega finnst mér það mjög mikilvægt að maður sjái öll verðin og upplýsingarnar á skjá, en það er einmitt undantekning að maður sjái það. Stundum vill maður ath hvort sama verð er á vöru og verðmerkingu í búð því það er mjög oft sem slíkt er í rugli. Búðir og bankar mættu vissulega laga þetta atriði hjá sér.

    SvaraEyða
  2. Ég veit ekki betur en að það sé skylda samkvæmt lögum að hafa þessar upplýsingar sýnilegar fyrir viðskiptavininn.

    Finnst reyndar sjálfum að viðskiptavinur ætti að fá lista yfir vörurnar og verðið ÁÐUR en greitt er svo einfaldara sé að leiðrétta villurnar sem ekki eru nú sjaldgæfar.

    SvaraEyða
  3. Starfsmaður Hagkaupa12. febrúar 2011 kl. 00:17

    Já mér finnst þetta stórkostleg viðbót við kassakerfið...En já þetta finnst einungis á nýjum kössum - það er að segja í nýlegum búðum (2007+) og alveg eðlilegt að þetta sé ekki komið eða mun ekki koma í eldri verslanir þar sem kostnaður við að uppfæra 100+ kassa fyrir eitt fyrirtæki er gífurlega kostnaðarsamt.

    En takking til að sýna heildarupphæðina í Hagkaupum getur ekki verið bilaður...eða ég trúi því ekki nema að skárinn (sem snýr að kúnna) sjálfur sé bilaður...þar sem upphæðin á að koma sjálfkrafa þar inn áður en maður getur farið að renna kortinu í gegn eða tekið við pening.

    Í sambandi við lög og reglur er ekkert til staðar varðandi sér skjá fyrir kúnna...En annars er til reglur um hilluverð - sem ætti að vera vel lesanlegt. Varðandi skjáinn þá er það bara hversu mikin kostnað fyrirtæki leggur í kassakerfið...sem ég held að flest stórfyrirtæki gera þegar þeir opna nýja búð...en það er alveg skiljanlegt að sjoppar og aðrar smá-verslanir geta ekki eða hafa ekki ráð á því að leggjast í svoleiðis framkvæmdir.


    Varðandi banka; þá held ég að það sé ekki viturlegt að birta trúnaðarupplýsingar um bankareikning þinn fyrir framan alla sem eru í bankanum...þ.e.a.s. ef ég skil þig rétt...

    SvaraEyða
  4. Þessi starfsmaður Hagkaupa vinnur pottþétt ekki á kassa því þá myndi hann vita að það er enginn samtals takki á kössunum. Á skjánum sem snýr að starfsmanninum kemur heilartalan upp og hækkar jafnóðum samtímis og vörurnar eru skannaðar inn.

    Ég trúi ekki öðru en Hagkaup muni kippa þessu í lag með að hafa skjá fyrir kúnnan í lagi.

    SvaraEyða
  5. Ég verslaði í Byko í Garðabæ í fyrra, og þar var rangt verð á vöru sem kom aðeins í ljós þegar mér var sögð samtalan á verðinu. Þar eru engir skjár sem snúa að viðskiptavini, og ég sendi fyrirspurn til Neytendastofu um hvort það væri löglegt að viðskiptavinur fái ekki að sjá yfirlit fyrr en hann er búinn að borga, og fær kvittun í hendur. Neytendastofa sagði að það væri í fína lagi. Við höfum semsagt enga leið til að bera saman hilluverð og raunverð fyrr en búið er að greiða. Gaman af þessu.

    SvaraEyða
  6. Ekki oft sem ég skoða þessa síðu en stundum gerist það.
    Þessi texti er tekinn af heimasíðu RSK sem fjallar um lágmarksbúnað sjóðvéla
    http://rsk.is/rekstur/bok/tek
    texti: Sjóðvél, eða skjár hennar, verður að vera þannig staðsett að viðskiptamaður geti óhindrað fylgst með skráningu og gengið úr skugga um að viðskipti hans séu rétt skráð. Við hverja afgreiðslu á að afhenda viðskiptamanni greiðslukvittun sjóðvélarinnar.

    Samkvæmt reglum RSK, ber v.v. að sjá það sem stimplað er inn og verslun hefur ekki val um að gera það ekki. Gangi ykkur vel

    Kv. Hafsteinn

    SvaraEyða
  7. Í alvöru talað: ætlar fólk að leggjast yfir skjáinn og fara yfir verð á hverri einustu vöru áður en það borgar? Ruglið í neytendum er komið út í öfgar!

    SvaraEyða
  8. "Í alvöru talað: ætlar fólk að leggjast yfir skjáinn og fara yfir verð á hverri einustu vöru áður en það borgar? Ruglið í neytendum er komið út í öfgar!"
    --
    Erlendis eru pokarottur við endan á kassanum, kúnninn hefur ekkert annað að gera en að fylgjast með vörulistanum á ALVÖRU TÖLVUSKJÁ og afar auðvelt er að sjá strimilinn eða afgreiðsluna byggjast upp.

    Öryggið í þessu er frábært, þegar þú í lok afgreiðslu borgar með kortinu þá veistu hvað þú ert að borga fyrir. Þarft ekkert að renna yfir strimilinn.

    Sparar líka tíma vegna þess að þú sérð strax hvort tilboðsvara kemur upp á réttu verði, ég veit ekki hvað oft það hefur klikkað hérna heima.

    Þessir einnar-línu verðskjáir hér eru ömurlegir, ef þeir eru á annað borð til staðar og í lagi.

    SvaraEyða
  9. Ein spurning bara: hvenær eru vörurnar settar í pokann, ef að kúnninn er allan tímann límdur við skjáinn?

    SvaraEyða
  10. En ef það stendur bara vara 1 vara 2 vara 3

    þá veit ég ekkert hvað vörurnar kosta

    stendur svona í einni verslun sem ég fer reglulega í eða bara blabla vara rugl sala einhvað svona alltaf á strimlinum

    SvaraEyða
  11. Kostur er með stóra skjái þar sem maður sér allar vörurnar, afslátt af þeim og heildarupphæðina svo það er auðvelt að skoða og leiðrétta áður en maður borgar.

    Hinir stórmarkaðirnir gætu alveg sett upp svoleiðis kerfi líka.

    SvaraEyða
  12. Ég hef unnið í uþb búðum hjá 2 fyrirtækjum, og alltaf er það það sama.. það er kassastarfsmaðurinn sem er að klikka, ekki skjárinn, eina sem kassamaðurinn þarf að gera er að ýta á enter (eða samtalts - enter) þá kemur upphæðin... þetta er ekki skjárinn !! Þetta var kennt mér númer 1 2 og 3 að ýta FYRST á enter, svo að kúnninn sjái upphæðina, ekki segja upphæðina og bíða eftir pening, svo ýta á enter..

    SvaraEyða
  13. 4 búðum átti að standa í byrjun ;)

    SvaraEyða