Ég er í fyrirtækjarekstri og ferðast töluvert. Ég er orðin nokkuð sleipur að finna mér hagstæðar flugferðir á netinu. En mér er óskiljanlegt hvernig Icelandair verðleggur sín flug. Endalausar auglýsingar á flugi "frá 18000 og eitthvað" sem er svo nánast vonlaust að finna þegar maður ætlar að bóka. Ég hef haft samband við félagið og það er alltaf sama svarið, búið að selja ódýrustu fargjöldin blablalba. En ég fullyrði að þetta er blekking. Hér um daginn skoðaði ég flug til nýs áfangastaðar Icelandair, Bilund. Ef þú ferð á bókunarvél Icelandair þá geturðu sannreynt eftirfarandi.
Dags út 27 júní og til baka 29 júní. Ég exa við báðar leiðir og niðurstaðan er kr 78.320
Svo prófa ég aðra aðferð:
Bóka aðra leiðina út 27 júní og hún kostar kr 18.880
Bóka aftur aðra leið Bilund Kef og upp kemur 19.409 kr. Samtals 38.289. Hér munar 40 þúsund krónum!
Eg prófa aftur út 28 júní út og til baka daginn eftir 29 júní = kr 99620
Aftur prófa ég hina aðferðina og niðurstaðan er 52,879. Hér munar 46 þúsund. Þetta eru sömu sæti í sama flugi.
Ég hef bókað flug hjá mörgum flugfélögum og ég fullyrði að verðlagningin hjá Icelandair er óskiljanleg og verulega tilviljunarkennd.
En það er vert að benda fólki á þetta, fólk getur sparað sér töluverðar upphæðir með að bóka eitt flug í einu. Það er að segja þangað til félagið uppgörtvar klúðrið.
Kveðja,
Níels
Engin ummæli:
Skrifa ummæli