föstudagur, 11. febrúar 2011

Ónýtar ljósaperur í Domti

Ég fór fyrir nokkru í verslun sem heitir Domti á Smáratorgi og rakst þar á ljósaperur af þeirri sortinni sem er orðin illfáanleg, þessar gömlu góðu, sem sagt, og þar sem þær voru á góðu verði, keypti ég nokkur stykki. Þær virðast hins vegar vera einnota, því ýmist sprungu þær um leið og kveikt var á ljósinu eða í síðasta lagi þegar næst var kveikt. Kippti mér svo sem ekki mjög upp við þetta, hélt jafnvel að eitthvað væri að rafmagni heima hjá mér, en nú hef ég af því spurnir að margir fleiri hafa lent í þessu. Er hægt að kvarta yfir ljósaperum? Má flytja inn hvað sem er?
Ég vildi vara fólk við að falla í þessa sömu gryfju.
Herdís Ólafsdóttir

2 ummæli:

  1. Það segir sig nú eiginlega sjálft að allt sem fæst í þessari búð er drasl!

    SvaraEyða
  2. Þetta er nú bara okurverslun þar fyrir utan. Þeir selja no-name 9V rafhlöður sem eru t.d. fyrir reykskynjara á 690 kr stykkið (var einnig annar límmiði á vörunni sem á stóð 990 sem var væntanlega upphaflega verðið). Ég gekk út í Bónus og keypti Duracell á rúmlega 400 kall.

    SvaraEyða