föstudagur, 11. febrúar 2011

Vændi í Fréttablaðinu

Við vinnufélagarnir vorum að skoða smáauglýsingar fréttablaðsins þegar mér var litið í nudd auglýsingarnar. Fyrir utan 2 auglýsingar frá Íslendingum mátti eingöngu finna auglýsingar á ensku. Ég tók mig því til og hringdi í símanúmerin sem fylgdu auglýsingunum til að forvitnast hvað fælist í whole body massage. Svörin sem ég fékk voru, allur líkaminn er nuddaður og svo er happy ending í lokin. Ef þú vilt meira þá kostar slíkt aukalega. Algengt verð fyrir svona þjónustu frá 10.000 kalli og uppúr. Er
þetta ekki vændi? Er semsagt hægt að versla svona í gegnum Fréttablaðið? Ja hérna. Svona er Ísland í dag.

ATH: Ég hafði aldrei í hyggju að nýta mér þjónustu þessara kvenna. Eingöngu var hringt til að spyrja hvað fælist raunverulega í þessari þjónustu.

Óskar nafnleyndar

14 ummæli:

 1. Ööö... Kannski ekki beint neytendamál, eða hvað?

  SvaraEyða
 2. 10 þúsund kall...? Þetta er rán!

  SvaraEyða
 3. Miðað við að verið er að sekta menn hægri vinstri fyrir að kaupa sér vændi þá ættu þessar auglýsingar náttúrlega að vera ólöglega. Er ekki Fréttablaðið "þriðji aðilinn" sem græðir á "neyð kvenna"? Ætli prestsonurinn ritstjórinn viti af þessu?

  SvaraEyða
 4. þetta er ekki vælusíðan ...þetta er okursíðan

  SvaraEyða
 5. Mér finnst grátbroslegt þegar Sóley Tómasdóttir og allir hinir feministarnir eru búnir að berjast lengi fyrir því að vændi þ.e kaup og sala á vændi sé refsiverð hér á landi og koma því í gegn, að það sé hægt að kaupa vændi í fréttablaðinu þrátt fyrir bann! Hvað annað felst í "whole body massage with happy ending" en pjúra vændi!!!!???

  Fréttablaðið, allt sem þú þarft alla daga.

  SvaraEyða
 6. Mér finnst mjög óviðunandi að blað sem borið er
  inná hvert heimili í RVK sé að auglýsa vændi.

  SvaraEyða
 7. Á þetta heima á Okursíðunni?
  Ekki er verið að kvarta yfir verðinu.

  SvaraEyða
 8. Þetta er klárlega OKUR, það er náttúrulega rugl að borga 10 þúsund fyrir eitthvað sem maður gerir mikið betur sjálfur heima hjá sér :D

  En svona að gríni slepptu, þá á þetta kannski ekki beint heima hér, en þó þörf ábending að koma þessarri umræðu á framfæri, hve auðvelt er að auglýsa ólöglega starfsemi í dagblaði sem borið er á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu...

  SvaraEyða
 9. Ja hérna...
  á þetta heima á neitendasíðu???? er þetta virkilega vettfangurinn fyrir svona ábendingar?
  en já skilgreining á Vændi er reyndar eitthvað sem ég hefði gaman af því að rökræða og pæla aðeins í þar sem sú skilgreining er ansi víðtæk.....

  SvaraEyða
 10. voðalega er fólk trútt forminu... hvar sem þessi umræða á heima, er ekki bara best að hún fari sem víðast?
  -Sandra

  SvaraEyða
 11. Mér finnst það ekki við hæfi hjá þjóð og feministum að gera vændi ólöglegt en svo er hægt að kaupa þetta í fréttablaðinu.

  Svo er annað mál með kvennlíkamann, á hann að vera safngripur á safni með köngulóarvefum í eins og Sóley Tómas vill eða á kona að hafa rétt á því að nota líkama sinn eins og hún vill?

  SvaraEyða
 12. Mér finnst bara allt í lagi að hafa þetta hérna.

  Mér finnst að kona eigi að hafa rétt á að nota líkama sinn eins og hún vill, ég er kvenmaður og ef ég myndi vilja vinna við að strippa eða sofa hjá karlmönnum fyrir pening þá finnst mér að það ætti að vera réttur minn.

  Það gagnast engum að banna þetta, þá fer þetta bara niður í undirheimana. Betra að hafa þetta bara opið og stéttarfélag bara.

  SvaraEyða
 13. Ég sá umræddan dálk og hugsaði eins og þú, "hvað, vændi auglýst í Fréttablaðinu? Er þetta ekki ólöglegt"? Ég sá strax að það var bara erótíska nudd/vændi í boði.
  Lóa

  SvaraEyða
 14. Er þetta ekki bara kjörið fyir Barnaland eða Facebook - það hlýtur að vera hægt að hneykslast yfir þessu þar. Þetta er jú okursíða!

  SvaraEyða