föstudagur, 2. október 2009

Pepsihækkun Bónuss

Vildi benda á að ég skrap í Bónus í gær og ætlaði m.a. að kaupa Pepsi Max. Það hefur legið í 150-170 kr þar 2 lítrar. Skyndilega er það komið í 220???? Og hvergi talað um þessa hækkun - á einni viku.
Vildi benda á þetta,
kveðja Þórhallur

21 comments:

 1. Sykurskatturinn sem varð að vörugjaldi?

  SvaraEyða
 2. Lágvöruverðsverzlanirnar hafa hækkað verðið mest að undanförnu. Annars á enginn að verzla í Bónus Baugsfeðganna. Rétt eins og enginn ætti heldur að verzla í Lyf og heilsu, Apótekaranum eða Skipholtsapóteki, því þær lyfjabúðir eiga Wernersbræðurnir alræmdu.

  SvaraEyða
 3. Einmitt, þetta er rándýrt og hefur aldrei verið dýrara svo ég muni. Frekar fór ég í "venjulega verslun" þar sem ég keypti það kalt á sama verði.

  SvaraEyða
 4. Efast um að það séu margir sem geta valið hvort þeir versli í Bónus eða ekki, fólk fer þangað sem vöruverð er ódýrast burtséð frá því hver á búðina.

  SvaraEyða
 5. Svo má benda á að það er enginn sykur í Pepsi max, aðeins aspartam eitrið.

  SvaraEyða
 6. Hef löngum keypt Pepsi Max í Bónusi, en er nú hættur því. Áður en vörugjöldin á gosdrykkjunum voru lækkuð (febr. 2007?) var Pepsi Max og Coke Light iðulega á tilboði á 78 kr. 2ja lítra flaskan. Vörugjaldið lækkaði og eftir það var tilboðið aldrei lægra en 98 kr.!!! Eftir gengisfallið (sem hefur eflaust hækkað aðalefnið í vörunni, þ.e. íslenska vatnið, verulega) hefur reglulega verðið á PMax verið ca. 166 kr. í Bónusi. Nú kostar það rúmlega 220 kr. og okkur, sem þykir vont að láta taka okkur í ... bakaríið ... með 2ja lítra flöskum, er nóg boðið og hættum að kaupa þetta. B og feliri eiga eftir að sjá, og finna á eigin skinni, að það er ekki hægt að bjóða ÍSlendingnum hvað sem er hvenær sem er. Nú er nóg komið!

  SvaraEyða
 7. En segið mér, er pepsi ódýrara annarstaðar ?

  SvaraEyða
 8. Það kostar 220 í Krónunni

  SvaraEyða
 9. Það er komið Bónus sódavatn, ætli næst komi ekki Bónus cola

  SvaraEyða
 10. Það er allavega til Bónus Appelsín

  SvaraEyða
 11. Það var nú til Bónus Cola...
  Ég þorði nú ekki einu sinni að smakka það.

  Hins vegar er til Bónus sódavatn og það kostar næstum 160 kr. 2ja lítra flaska!
  Íslenska vatnið hefur greinilega hækkað við gengisfallið.

  SvaraEyða
 12. það er komin ný síða um okur, með hlutlausum aðilða, einhverjir áhugasamir um hana?

  SvaraEyða
 13. Vá væl í fólki. Auðvitað er þetta orðið dýrt en áður en farið er að væla væri gott fyrir lið að athuga hvort þetta er ódýrara á öðrum stöðum... ef svo er þá er bara að kaupa þetta þar en ef ekki þá auðvitað kaupir maður þetta í Bónus ef maður á annað borð þarf þennan óþarfa því verslunin fer fram þar sem ódýrast er (EÐA ÆTTI AÐ GERA ÞAÐ).

  SvaraEyða
 14. Þessar flöskur eru farnar að dansa í kringum 300kallinn í stórmörkuðunum, nær væri að skammast yfir því, Bónus setja sér það að markmiði að vera ódýrastir, og þegar 220 er svona áberandi mikið ódýrara, þá fara þeir ekkert að keyra mikið neðar en það. Annars á maður bara að drekka kranavatn, bæði ódýrara og hollara :)

  SvaraEyða
 15. Það á enginn að versla í Bónus það eru dýrustu verslanir sem þjóðin hefur og getur átt viðskipti við. Allir með réttu ráði ætu að skoða aðra valkosti því þeir eru sannalega til.

  1. september var settur á sykurskattur á af löggjafaveldinu sem telur 16kr á hvern lítra af gosi og því 32,-kr á 2L flösku

  Hins vegar eru rökin fyrir því að versla í Bónus álíka og spara aurinn og henda þúsundköllum... reyndar milljörðum.

  SvaraEyða
 16. Bónus er ódýrasta búðin Punktur!

  SvaraEyða
 17. Bónus er dýrasta verslun sem þessi þjóð getur verslað hjá. Hún er rekin líkt og margar aðrar erlendar lágvöruverslanir, á kostnað birgja og viðskiptavina. Þeir skulda birgjanum vöruna í 30-60 daga, hlaupa með peninginn í "ávöxtun" og það þarf ekki að horfa nema á daglegar fréttir hvernig þetta hefur farið með þjóðina. Jú hendum aurunum og borgum tugþúsundir með hærri sköttum og gjöldum vegna þessara útrásar "víkinga".

  Verslum annarstaðar! Það er undir hverjum og einum að gera það með skynsamlegum hætti.

  SvaraEyða
 18. Þú ert þá kannski ekki ein/einn af þeim sem þarft að hugsa um hverja krónu til að endar nái saman hvern mánuð. Suma munar um þessar krónur sem Bónus býður betur og hafa einfaldlega ekki efni á að pæla í því hver á búðina!

  SvaraEyða
 19. Bónus er alls ekki ódýrastir, það er bara áróður sem hefur náð að festa sig í sessi. Það er hægt að gera hagstæð kaup í öðrum verslunum.

  SvaraEyða
 20. Þætti gaman að heyra meira af þeirri búð.. Ekki er það Hagkaup, skiljanlega kannski .. ekki er það Krónan, Hagkaupsverð fyrir Bónusgæði þar í gangi.. Maður hlær nú bara að Nóatúni og tala nú ekki um klukkubúðirnar.. Erum við að tala um Nettó eða Fjarðarkaup? Ég á samt bágt með að trúa að búðir með svo lítið bakland geti veitt Bónus einhverja samkeppni í verði fyrst Krónan getur það ekki, en vil endilega heyra, ef satt reynist nennir maður kannski að gera sér ferð frekar en að fara út í næstu Bónus :)

  SvaraEyða
 21. Í heildina er Bónus lang lægst. Auðvitað er hægt að gera góð kaup í öðrum búðum á einni og einni vöru. En það má vera gott tilboð til að það borgi sig að fara sér ferð þangað og ná í þessa EINU vöur.

  SvaraEyða