föstudagur, 2. október 2009

Fákeppni eða einokun í bíladrætti

Tengdamóðir mín, sem er öryrki, lenti í því að bíllinn hennar bilaði á aðrein frá Snorrabraut inn á Miklubraut síðasta föstudag. Bíllin var dreginn burt á laugardeginum. Ég vissi ekki af þessu fyrr en á sunnudeginum og þá var allt lokað í Vöku. Þegar ég hringdi eftir helgina þá fékk ég að vita að það hefði kostað 9.800 kr að láta draga bílinn og ofan á það bættist 2.980 kr. afgreiðslugjald og dagsektir sem væru 1.494 kr á dag. Tengdamóðir mín hafði ekki efni á því að leysa bílinn út og því safnast áfram dagsektir á hann. Í dag stendur þetta í um 20.000 kr.
Það sem mér finnst ekki í lagi er að fólk hefur ekki hugmynd um það hvað þetta kostar og engin viðvörun er gefin áður en bíllinn er dreginn.
Vaka er ekki með gjalskrá á heimasíðunni sinni og þar af leiðandi er ekki hægt að sjá hvað það kostar að bíllinn sé dreginn, að það sé afgreiðslugjald og að dagsektir séu 1.494 kr. Þar að auki er ekki sjálfsagt að allir viti að það sé Vaka hf sem hefur dregið bílinn.
Það er ekkert val um það hvaða fyrirtæki dregur og þar af leiðandi gæti Vaka alveg eins látið dráttinn kosta 20.000 og haft afgreiðslugjaldið 10.000 og dagsektirnar 3.000 eða enn hærri upphæðir.
Tengdamóðir mín hringdi í Vöku og spurðum hvort hægt væri að sækja bílinn og fá sendan gíróseðil en það er ekki hægt. Það verður að greiða alla upphæðina þegar bíllinn er leystur út. Að öðrum kosti safnar hann dagvöxtum þangað til fólk hefur efni á því að leysa hann út.
Ég sendi þessa línu þar sem mér finnst þetta ósanngjarnt og þetta er eitthvað sem flestir hafa sennilega ekki hugmynd um.
Jóhann

12 ummæli:

  1. Engin aðvörun gefin? Og hvað átti að gera - hringja í tengdamóður þína og spurja hvort ætti að draga bílinn á brott? Ef hún væri ekki sátt við það, nú þá bara skilja bílinn eftir á aðreyninni?

    SvaraEyða
  2. Ég er nú sammála því að þarna eru menn mjög ósveigjanlegir ef satt er.

    Að sjálfsögðu eiga þeir hjá Vöku að taka tillit til aðstæðna hjá fólki og leyfa því að leysa bílinn út og borga eitthvað síðar.

    SvaraEyða
  3. Auðvitað á að bjóða upp á gíróseðil undir svona kringumstæðum - þetta er virkilega lélegt!

    SvaraEyða
  4. Mér finnst líka ekkert réttlæta 9800 krónurnar...

    SvaraEyða
  5. Lögreglan virðist gefa dráttarfyrirtækjum sjálfdæmi í þessum málum. Þetta virðist vera ógegnsætt kerfi hjá þeim hver fær hvaða business.

    Hún tengdamamma þín á eftir að fá sektarmiða frá löggunni og sömuleiðis punkt í ökuferilsskrána fyrir að hafa "lagt" bílnum á hættulegan stað.

    SvaraEyða
  6. 9800 er nú ekki mikið fyrir þetta. það er að sjálfsögðu maður að vinna við þetta og þarf hann að fá borgað. eins kosta svona bíll sem er notaður í þetta stóra hrúu af peningum og þá þarf svo að setja á hann eldsneyti.

    bíllinn er væntanælega í geyslu hjá vöku og kosta það pláss sem hann tekur eitthvað og svo þurfa þeir að fá eitthvað fyrir sig

    afgreiðsugjald er nú ekki svo mikið þar sem það er manneskja sem þarf að finna út hver á bílinn og hafa uppá þeim aðila. starfsmaðurinn er ekki í sjálfboðavinnu og svo þarf fyrirtækið að sjálfsögðu að fá eitthvað til að geta haft hús yfir starfseminni.

    ef fólk er ósátt við þetta, þá ekki skilja bílana eftir þar sem þeir mega ekki vera.

    SvaraEyða
  7. Voða eru þetta leiðinlegar athugasemdir sem hér birtast. Eins og þessi fyrir hér næst fyrir ofan. "ef fólk er ósátt við þetta, þá ekki skilja bílana eftir þar sem þeir mega ekki vera." Þessi athugasemd er fáranleg. Við erum að tala um eldri konu sem er öryrki og verður fyrir því óhappi að bíllinn bilar á miðri götu. Það er ekki eins og hún hafi gert það viljandi!

    SvaraEyða
  8. Mér finnst að þeir einstaklingar sem eru að farast úr biturleika og leiðindum ættu að hætta að kommenta hér á þessari síðu og finna sér annann vettvang til að vera með leiðindi :(

    SvaraEyða
  9. Já þessi bitri veit ekkert hvað hann er að segja. Enda kemur það skýrt fram að konan lagði ekki þarna viljandi; "...lenti í því að bíllinn hennar bilaði á aðrein..."

    Kjánaprik

    SvaraEyða
  10. Geta þeir ekki skutlað bílnum bara heim til viðkomandi og þá hlýst engin svaka kostnaður við að geyma hann en nei... þetta er gróðastarfsemi og auðvitað reyna þeir að græða sem mest á fólki.

    Algjör óþarfi að vera dónarlegt við annað fólk samt og næstum því 10 þúsundkall fyrir einn drátt (haha) er mikið :)

    SvaraEyða
  11. ég lenti í því að bíll á nafni mínu var dreginn af vöku og "pressaður", þegar við komum til að borga reikninginn þá sáum við bílinn inní porti og það var búið að rífa úr honum nýjan gírkassa og eitthvað meira dót, þeir konnuðust ekkert við að þetta væri bíllin minn, en buðu okkur samt að eiga inni hjá þeim X upphæð, sem við samþyktum, svo fer ég með númerin inn frumherja, 2 árum eftir það þá fæ ég rukkun frá framkvæmdasviði reykjarvíkurborgar um urðunargjalld fyrir þann sama bíl, og furðulegt nokk, þá er ekki til nein gögn um að bíllin hafi verið hjá vöku og númerinn týnd!!!!

    SvaraEyða
  12. Ég lenti í þessu, nema fyrirtæki sem hét Krókur.
    Lenti í frekar hörðum árekstri og löggan kom, við vorum svo send með sjúkrabíl í skoðun sem ekkert kom út úr, en jæja. Komumst að því nokkru seinna að fyrirtækið sem dró bílinn heitir Krókur, svo ég fer inn á vefsíðuna, kemst að því að ég þarf að borga þvílíkt mikið fyrir dráttinn þar sem þetta var eftir 5, og svo geymslugjald eftir hvern dag.
    Nokkrum dögum seinna hringdi ég og kemst að því að þeir eru búnir að setja 3500 ofan á í innskráningargjald, þá taka þeir mynd af bílnum og skrá hann inn í kerfið hjá sér. Ég bað aldrei um þetta og engar upplýsingar um þetta á síðunni hjá þeim.

    SvaraEyða