fimmtudagur, 1. október 2009

Ekki borga hótel sem þér ber ekki skilda til

Ég átti pantað flug til og frá London með Iceland Express en fluginu heim var aflýst (nær öðru hverju flugi félagsins til og frá London nú í septembermánuði hefur verið aflýst í hagræðingarskyni og margir eru því í mínum sporum).
Lög gera ráð fyrir að allir þeir sem neyðast, vegna aflýsingar flugs í hagræðingarskyni, til þess að fljúga heim til sín degi síðar en upphaflega var áætlað eigi rétt á hótelgistingu og uppihaldi á kostnað flugfélagsins á meðan beðið er, óháð því með hve miklum fyrirvara fluginu er aflýst. IE þykist ekki vita af þessu og segir viðskiptavinum sínum að félagið þurfi ekki að útvega hótelgistingu á flugvellinum láti félagið vita af aflýsingunni með 14 daga fyrirvara. Sem er ekki rétt.
Flugmálastjórn Íslands, sem hefur eftirlit með flugfélögunum, hefur farið yfir reglugerðir sem varða aflýsingar flugs og séð ástæðu til að senda IE bréf þar sem félaginu er bent á þessar skyldur þess gagnvart neytendum en félagið kýs að hunsa tilmælin. Félaginu er þar bent á að það breytir engu með hve miklum fyrirvara viðskiptavinir eru látnir vita að flug þeirra fellur niður, flugfélaginu ber alltaf skylda til að bjóða upp á gistingu.
Samkvæmt flugmálastjórn ber flugfélögum einnig skylda til að upplýsa viðskiptavini sína um rétt þeirra til hótelgistingar falli flug þeirra niður þannig að þeir þurfi að bíða yfir nótt eftir næsta flugi. Það þarf vart að taka fram að IE hunsar þessar skyldur sínar.
Fjöldi neytenda greiðir því sjálfur fyrir hótelkostnað sem IE á lögum samkvæmt að greiða.
Eftir að ég leitaði aðstoðar lögfræðings hefur IE loks samþykkt að greiða fyrir mig hótel þá nótt sem ég þarf að bíða á Gatwick. IE neitar þó að gangast við þeirri lagalegu skyldu sinni að upplýsa viðskiptavini sína um rétt þeirra. Því þarf að koma honum vel og vandlega á framfæri í fjölmiðlum.
Besta sparnaðarráðið er nefninlega að borga ekki hótelkostnað sem er lagaleg skylda milljarðafélagsins Fengs að borga.
Bestu kveðjur,
Brynja Cortes Andrésdóttir

Svar frá Iceland Express:
Varðandi bréf Brynju Cortes Andrésdóttur hefur félaginu borist erindi frá Flugmálastjórn Íslands, þar sem óskað er viðbragða frá Iceland Express. Lögfræðingur félagsins er að skoða það mál og mun svara Flugmálastjórn. Að öðru leyti kýs félagið ekki að svara Brynju á þessum vettvangi.

7 ummæli:

  1. Skrýtið að sjá svar Iceland Express í sömu færslunni og Brynja kvartar í, ekki fær Elko að gera það né önnur félög sem að við (íslendingar) kvörtum yfir á þessari síðu :)Eru einhver tengsl á milli höfundar þessara síðu og Iceland Express :D

    SvaraEyða
  2. Já ég veit hvern ég á að spyrja hjá IE. Annars nenni ég bara hreinlega ekki að eltast við lið út um allan bæ hjá öllum sem er verið að kvarta yfir, það færi allur dagurinn í það, en þeir geta að sjálfssögðu svarað í kommentakerfinu. Og stundum gera þeir það.
    Kv, Gunni

    SvaraEyða
  3. Iceland Express þarf ekki að svara flugmálastjórn Íslands með eitt eða neitt, enda er Iceland Express er ekki með flugrekstrarleyfi. Þjónusta Iceland Express, að flytja farþega, er veitt með flugvélum skráðum í Bretlandi, sem starfræktar eru á flugrekstrarleyfi gefnu út af þarlendum flugmálayfirvöldum.

    Ef til vill þarf Iceland Express að svara einhverju sem samgönguráðuneytið kynni að senda til þeirra þar sem ég býst við að þeir séu með einhverskonar ferðaskrifstofuleyfi.

    OG

    SvaraEyða
  4. Þetta snýst ekki um hvort þú þekkir þann sem á að tala við hjá hverju fyrirtæki eða ekki. Þetta snýst um hvort að fyrirtækin sem fjallað er um sitji við sama borð. Sýnist að IE sé að fá spes "treatment" því þetta er ekki einsdæmi.

    Það er ekki sanngjarnt að IE fái "heads up" til að koma með svar á sama tíma og kvörtunin er birt. Og NB þá var þetta svar lélegt og ekki þess virði að þú birtir það, algjör "neitum að svara" klisja...

    Points dropped!

    Kv.
    Toyota Megas

    SvaraEyða
  5. Jæja ókei, IE geta þá bara svarað í kommentakerfinu ef þeir vilja hér eftir eins og aðrir.
    Kv, Notaðir bílar-Bubbi

    SvaraEyða
  6. Haha hvað ertu að ibba þig Toyota Mega? Maðurinn hlýtur að ráða hvernig hann hefur hlutina á sinni eigin síðu! Kommon.

    SvaraEyða
  7. Síðan forsvarsmaður okursíðunnar gerðist "andlit" Iceland Express er nú hálf marklaust að tína til eitthvað um þá hér...

    SvaraEyða