mánudagur, 5. október 2009

Mismunandi verð eftir hvort greitt er með peningum eða korti (debet/kredit)

Ég tók eftir því á dögunum að Texas sjoppan á Ingólfstorgi hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að rukka sitthvort verðið fyrir sígarettur eftir því hvort greitt er með reiðufé eða korti og gildir þá einu hvort um debet- eða kreditkort er að ræða.
Þarna er því ekki verið að veita staðgreiðsluafslátt, þar sem debetkortagreiðsla er jú staðgreiðsla - heldur er sitthvort verðið í gildi eftir því hvaða greiðslumáta viðskiptavinur velur sér. Hugsanlega er þarna fyrsta skref í nýrri þróun - hvort sem hún er slæm eða góð.
kv,
Svenni

4 ummæli:

 1. Verkfæralagerinn hefur lengi verið með þrjú verð í gangi. Ódýrast ef greitt er með peningum, næst kemur ef þú greiðir með debetkorti og dýrast ef greitt er með kreditkorti.

  SvaraEyða
 2. Líkar þetta vel. Flestar verslanir rukka bara alla um kreditkortaverð vöru. Svo myndi kalla það bónus að vita að ég fæ afslátt ef ég nota ekki þann greiðslumáta.

  SvaraEyða
 3. Kostar að halda úti posunum. Kannski óþarfi að láta verðlagið þá bitna á þeim sem nota peninga?

  SvaraEyða
 4. Hættu bara að reykja, það kostar samfélagið miklu meira að halda þig uppi á lungnadeild LSH þegar að því kemur - og við fáum ekki staðgreiðsluafslátt.

  SvaraEyða