föstudagur, 16. október 2009

Rúmgott bæta vel fyrir mistök sín

Vildi koma á framfæri því sem við hjónin lentum í við að versla rúm hjá Rúmgott á Smiðjuvegi.
Komum á laugardegi og fengum fínar móttökur, legugreining í bekk og ráðleggingar um hvaða rúm við ættum að kaupa, dýnur og grindur.
Vorum að spá í að hugsa málið en ákváðum að kýla á þetta. Staðgreiddi rúmið og fékk smá afslátt ásamt því að fá lök, dýnuhlífar með frítt.
Áttum svo að fá rúmið á miðvikudeginum eftir, konan bjallar á þeim degi í þau í Rúmgott til að staðfesta með rúmið, sagt að það kæmi um kvöldið og ef yrði misbrestur á myndu þau láta okkur vita, við ítrekuðum að það yrði að standa, því að hitt rúmið yrði farið. Ekki málið. Leið og beið og ekkert rúm kom, né var ekki hægt að ná í neinn, enginn þjónustusími og ekki fengum við símtal.
Enduðum að sofa á útilegudýnum (sváfum nánast ekkert) því gamla rúmið okkar var farið. Morguninn eftir hringdi ég í framkvæmdarstjórann hjá þeim og var ansi þungur í skapi. Hann skildi það vel og hringdi aftur í mig eftir að hafa athugað málið, þá kom í ljós að fyrir misskilning hafði annar aðili átt að fá rúm á sama tíma og hafði viljað láta það bíða í einhverja daga, því fékk ég ekki mitt rúm.
Hann baðst afsökunar og lofaði okkur bótum vegna þessa.
Sama dag kom rúmið og var vel sett upp ásamt því að við fengum 2 heilsukodda, satín/silki sænguver, allt mjög veglegt. Þannig að þau bættu mjög vel úr þessum misskilningi og við vorum mjög sátt á eftir.
Ingvar Ragnarsson

1 ummæli:

  1. Alltaf gaman að heyra um góða þjónustu ;)

    SvaraEyða