föstudagur, 23. október 2009

Eitthvað myndi litla stúlkan með eldspýturnar segja...

Þær eldspýtur sem virðast víðast hvar seldar í borginni heita GSD
og eru ágætar svoleiðis. Verðið er hins vegar nokkuð breytilegt:

Í 11-11 kostuðu þær 35 kr. á sunnudaginn var.
Í Texas (sjoppunni) kostuðu þær 40 kr. í dag.
Í 11-11 kostuðu þær 69 kr. í dag.

Lítill fugl hvíslaði því að kaupandanum að fyrirtækið
á bak við fyrirtækið sem er á bak við 10-11 flytti
þessar eldspýtur inn, sennilega á svona 5 kr. stokkinn.

Upplýsingar um eldspýtur á boðlegum prís væru vel þegnar!
Ei Neinn

4 ummæli:

  1. Ekki mjög líklegt að innflytjandi sem er að baki 10-11 (aðföng) myndi fltja inn vörur og selja í 11-11 búð sem kemur þeim ekki neitt við.

    SvaraEyða
  2. Svona eldspýtustokkur kostar 15 kr. í Hagkaup

    SvaraEyða
  3. Þetta er nákvæmlega sami stokkurinn, burtséð frá því hvað hverjum þykir líklegt í sambandi við innflutning annars vegar og smásölu hins vegar.

    Því er við að bæta að í Europris er hægt að fá ágætar eldspýtur, 10 pk saman á 159 kr.

    SvaraEyða
  4. 10pk af þessum eldspítum kosta undir 100kr í bónus, 79kr ef ég man rétt

    SvaraEyða