föstudagur, 23. október 2009

Græni risinn ekki okur

Fór í gærkvöldi á nýjan veitingastað sem var að opna í Ögurhvarfi, Græni Risinn. Þetta er mjög svipað og Saffran en jafnvel enn ódýrara og alls ekki síðra.
Matseðillinn er allur á kreppuprís.... Sjá: http://graenirisinn.is/
Við konan keyptum okkur sitt hvorn réttin og borguðum undir 2.000 kr. fyrir... og það besta er að þetta var svo vel útilátið að það verða afgangar í matinn í kvöld.
Ekki slæmur prís það.
Kv. Diddi

6 ummæli:

  1. Vona að þetta sé betra en Saffran því Saffran olli mér miklum vonbrigðum. Fékk þar vefju með lambakjöti sem var löðrandi og gjörsamlega bragðlaus og naanbrauðið var hálf hart. Ótrúlega óspennandi eitthvað. Og ekki fannst mér þetta vel útilátið eins og fólk er að láta af. Ég held að ég taki undir með Jónasi Kristjánssyni um að það sé verðmunur á Himanríki og Helvíti. Frekar legg ég til hliðar og fer einu sinni fínt að borða á Austur-Indíafélaginu.

    Fyrsta skiptið sem ég hef látið á það reyna að fara á stað sem hann dæmir ekki vel og geri það ekki aftur.

    SvaraEyða
  2. Þú hefur nú bara verið óheppin með Saffran, ég hef borðað þarna nokkrum sinnum og alltaf verið ánægður og þeir sem ég þekki sem hafa farið þangað eru yfir sig hrifnir

    SvaraEyða
  3. Saffran hefur því miður dalað. Sem er sorglegt miðað við hvað þeir byrjuðu vel!

    SvaraEyða
  4. Prófaði að líta á þennan stað, góð verð fyrir betri mat, 5 stjörnur fyrir sanngirni.

    SvaraEyða
  5. Það er ekki hægt að reka veitingastað almennilega með svona prísum. En það virðast margir hálvitar halda það...

    SvaraEyða
  6. Jah, ef nógu margir mæta á staðinn og versla er það vel hægt. Álagning þarf ekki að vera 90% þó margir virðast halda annað.
    En ég fór þarna um daginn og ég var bara virkilega sátt. Mjög góður matur, frábær þjónusta og sanngjarnt verð.
    Sammála fyrri ræðumanni, 5 stjörnur!

    SvaraEyða