mánudagur, 5. október 2009

Plastpokarnir 5 kalli dýrari

Í dag er búið að hækka plastpoka í Bónus (í Mosó a.m.k.) úr 15 í 20 kr.
Hvers vegna ? Hver er framleiðslukostnaður þessara poka ?
Legg til að við hættum öll, 100%, að kaupa plastpoka á þessu verði.
Big D

6 ummæli:

  1. Þeir segja að ágóðinn fari til góðgerðamála en vandamálið er að þeir stæra sig af því og þykjast vera rosalega góðir kallar en taka það aldrei fram þegar féð er veitt að það sé ég og þú sem höfum borgað brúsann.

    SvaraEyða
  2. Ég hef sparað mér helling á að ganga með taupoka á mér, þeir alveg margborga sig (og eru mun sterkari!), og ef fólk nennir ekki að hafa þá á sér þá er hægt að hafa þá í bílnum eða hafa þá alltaf hjá innkaupalistanum, ég veit ekki alveg hvar er best að nálgast þá, veit að þeir eru seldir í sumum búðum, og bókasöfnin eru með þannig, ikea er með svona risastrigapoka einhverja líka, gott fyrir stórar fjölskyldur :)

    SvaraEyða
  3. Þeir eru nú búnir að vera á 15 krónur í ein 10 eða 15 ár, svo 5kr hækkun núna gerir voða lítið. Ef þú ert ósátt/ur, notaðu þá taupoka, eða kauptu poka sjaldnar og taktu með þér í búðina þegar þú verslar

    SvaraEyða
  4. Svo er líka bara hægt að setja í kassa eins og ég geri. Það kostar ekkert :) Auðvitað eru þeir ekki alltaf til... en hef tekið eftir því að það er frekar á miðv./fimmtud. sem er fullt af kössum, kannski vörur að koma í hús fyrir helgina.
    Maður safnar kössunum saman (fer hvort sem er reglulega í Sorpu).
    kv. Guðrún

    SvaraEyða
  5. Plast er að stórum hluta framleitt úr olíu. Svo mögulega hefur það einhver áhrif á ef þeir höfðu aldrei hækkað.

    SvaraEyða
  6. þó þeir stæri sig af því að vera góðu kallarnir þá eru þetta peningar sem eru notaðir til góðs!
    svo kostar þetta ekki mikið á ársgrundvelli, segjum að þú kaupir 4 poka á viku sem er svipað og meðalfjölskylda kaupir, og vikurnar eru 52 þá er þetta
    52 x 15 kr(20) x 4 = 3120kr á ári og ef miðast er við 20kr þá er það 4160, svo þú gætir keypt 10 poka á viku allar vikur ársins en verið ennþá með undir 10.000 kr (10400kr ef pokinn kostar 20kr) en samt eins og ég sagði þá er þetta til góðgerðarmála, sama hver fær "credidið" fyrir það og ég efast um að e-h kaupi fleiri en 4 plastpoka að meðaltali á viku.

    SvaraEyða