föstudagur, 16. október 2009

Okur í Húsasmiðjunni

Fyrir 2 vikum keypti ég 2stk hurðastoppara í Húsasmiðjunni. Lítið grátt
plaststykki sem maður borar fast í gólfið svo hurðin stoppi þar en skelli
ekki út í vegg. Fyrir þessi 2 stykki borgaði ég kr. 1.590,-
Fyrir tilviljun fann ég svo nákvæmlega eins hurðastoppara í Múrbúðinni á kr.
395,- stk
Að sjálfsögðu keypti ég þar 2 stk á kr. 790,- og skilaði hinum í
Húsasmiðjuna og fékk tilbaka 1.590,-
Mismunurinn er kr. 800,- sem við spöruðum á þessum 2 nauðaómerkilegu
plaststykkjum.
Ef þetta er ekki okur þá veit ég ekki hvað okur er.
kv,
Ingólfur

Engin ummæli:

Skrifa ummæli