Ég fór í Krónuna í Húsgagnahöllinni á miðvikudaginn og ætlaði m.a. að kaupa "Oxepytt", sem er norskur pottréttur og hefur verið til á ágætisverði um langt skeið, um kr.500. Enn hann hafði þó heldur betur hækkað og nú kostaði hann nærri 1.100 krónur, svo ég snarhætti við.
Á föstudaginn átti ég svo leið í Nóatún í Grafarholti og
sá þá sama pottrétt og kíkta á verðið og keypti á kr.679.-
Mismunur á þessum 2 stöðum var ca 400.00 kr.!!!! eða
um 60%.
Nú væri þetta kannske ekki eins furðulegt,
1) ef þetta hefði verið öfugt, þ.e. Krónan, sem gefur sig út fyrir að vera lágvöruverðsverslun, hefði verið ódýrari.
2) ef ekki væri sami eigandi að báðum verslunum og þar af
leiðandi sami aðili, sem flytur inn/eða sér um innkaup vörunnar.
Hækkun á norskri krónu skýrir ekki þennan mun!!!!
Kv.
Ragnheiður K.Karlsdóttir
Án þess að ég sé að verja Krónuna né þær verðhækkanir sem á okkur neytendum hafa dunið síðasta ár þá vil ég benda á að Oxpytt réttirnir fást yfirleitt í tveim stærðum. sá minni er 550 gr og er yfirleitt seldur á um 500 kr, allavega í Nettó og Kaskó. Stærri rétturinn er 1000 gr(1kg) og er yfirleitt seldur á um 1.100 kr. Þar sem ekki kemur fram hjá þeirri sem skrifaði kvörtunina hér á síðuna um hvora stærðina sé að ræða, dettur mér í hug að hún hafi ekki gert greinarmun á stærðunum. Þ.e. að hún hafi keypt stærri pokann nú og minni pokann áður. Einnig er möguleiki að Krónan hafi gert mistök við verðlagningu og verðlagt minni pokann á verði þess stærri. Samt skal ég ekki útiloka að slík verðhækkun hafi gerst, annað eins hefur maður séð. Ég vildi bara velta upp möguleikum, eða skýringum á þessari meintu hækkun.
SvaraEyðaÚr því að ég er að kommenta hér langar mig að benda á eina vöru sem mér hefur ofboðið hækkun á.
Bakaðar baunir í 4 pack frá Heinz, sem selt er í Bónus er gott dæmi um vöru sem hefur hækkað allsvakalega. Fyrir tæpum tveim árum kostaði slík pakkning 169 kr. Nú kostar hún 469 kr ef ég man rétt, tæplega 180% hækkun þar.
Gengið skýrir 100% og 80% er launakostnaður,hækkun á vörugjöldum og hækkun vísitölu neysluverðs. þannig að þetta ætti að kosta svona 220 kr í dag m.v. eðlilega þróun en gengið á sinn þátt.
SvaraEyðaMagnað að nefna launakostnað sem ástæðu fyrir hækkun á vöru. Ég hef ekki orðið vör við neina hækkun á launum síðastliðið ár og rúmlega það.
SvaraEyðaVar ekki skrifað undir kjarasamninga í Febrúar eða álíka 2008 og var ekki verið að hækka taxstana núna um 7000 kall á lægstu launin. Magnað að taka alltaf gengið og búið. Vara getur líka hafað hækkað frá framleiðanda sem kemur ofan á gengishrunið. Menn taka alltaf bara gengið hrátt og finnst þeir geta fundið út ranglætið í öllum hækkunum. Bara gjörsamlega út í hött.
SvaraEyðaFinnst engum skrýtið að nafnlaus #2 heldur að varan hækki út af vísitölu neysluverðs .. síðast er ég vissi var það akkúrat öfugt, að vísitalan hækkaði út af því að varan hækkar?
SvaraEyðaAukinn launakostnaður spilar afskaplega litla rullu í verðhækkunum þessa dagana, enda enginn að hækka eitt né neitt í þeim efnum nema hann sé hreinlega skikkaður til, en það er hins vegar rétt hjá síðasta ræðumanni að ofan í gengishækkanirnar geta verið að koma hækkanir á erlenda verðinu frá framleiðanda, sem og hærri flutningskostnaður. Gengið er ekki það eina sem er að hækka!