þriðjudagur, 6. október 2009

Rútufargjöld lækka um helming

Bílar og fólk - TREX hafa lækkað öll fargjöld sín um helming. Þetta er gert til að reyna að efla almenningssamgöngur. Þessi lækkun verður í gildi a.m.k. til áramóta. Öll fargjöld lækka, ekki bara "almennt verð". Hér eru nokkru dæmi um breytingar:

Reykjavík - Akureyri
Fullorðnir var 9.000- / verður 4.500-
Öryrkjar, ellilífeyrisþegar, skólafólk var 6.700- / verður 3.350-
Börn 4-11 ára var 4.800- / verður 2.400-

Hornafjörður - Reykjavík
Fullorðnir var 11.200- / verður 5.600-
Öryrkjar, ellilífeyrisþegar, skólafólk var 7.900- / verður 3.950-
Börn 4-11 ára var 5.600- / verður 2.800-

kv, Drengur Óla

1 ummæli:

  1. þetta kalla ég að gefa skít í kreppu og bjóða almennilegt verð

    Sigurgeir J

    SvaraEyða