Mikið og frábært húllumhæ er nú yfirstandandi vegna friðarsúlu Johns Lennons í Viðey. Boðið er upp á kvöldferðir út í eyjuna. Lagt er af stað öll kvöld kl. 20. Leiðsögumaður tekur á móti gestum og gengur með þeim að verkinu og fjallar um það sem fyrir augum ber. Naustið, skáli við hlið súlunnar, seldur léttar veitingar. Gjald í þessar ferðir er kr. 5.000 fyrir fullorðna og kr. 2.500 fyrir börn, 7-15 ára. Þetta þótti Birni heldur dýrt. Hann hafði samband: „Alls verða þetta kr. 17.500 fyrir mína fjölskyldu. Mér finnst það nú vægast sagt blóðugt!“
Björn hefur ekki tekið eftir smáa letrinu. Ef grannt er skoðað má lesa: „Allir handhafar greiðslukorta í íslenskum bönkum njóta sérstakra kjara og býðst að kaupa tvo miða á verði eins.“
Með öðrum orðum: Ef þú ert Íslendingur borgar þú helmingi minna en ef þú ert útlendingur. Friðarsúluskoðunin lýtur þar með svipuðum lögmálum og verðlagningin í Bláa lónið: „Fram til 1. apríl 2011 fá handhafar greiðslukorts frá íslenskum banka sérkjör í Lónið; 1.500 kr. á mann. Aðrir borga 28 Evrur eða 4.500 krónur.“ (af heimasíðu Lónsins).
Tvær skoðanir eru uppi um þessa tvöföldu verðlagningu. Sumir segja að þetta sé plebbaleg mismunun, jafnvel siðlaus, enda sé bannað að mismuna fólki eftir þjóðerni (eða uppruna greiðslukorta í þessu tilfelli). Aðrir segja að ferðamennirnir geti bara vel borgað meira en heimamenn, enda hafi þeir ekki tekið þátt í uppbyggingu ferðamannastaðanna. Starfsemin í Viðey er til að mynda niðurgreidd af skattfé sem aðeins Íslendingar hafa lagt til. Þar að auki tíðkist svona tvöfalt kerfi víða í útlöndum.
Hvað segir Einar Örn Benediktsson, formaður Ferðamálaráðs Reykjavíkur, um málið?
„Þessi tvöfalda leið er það sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafa farið þegar gengi krónunar er lágt. Auðvitað virkar þetta tvímælis, en ég var í Istanbul í vor sem leið og þá voru þrjú verð í gangi: námsmenn, innfæddir og ferðamenn. Reykjavíkurborg niðurgreiðir almennar ferðir út í Viðey og er frítt fyrir börn að 6 ára aldri, 6-18 ára 500 kr., fullorðnir 1000 kr. og eldri borgarar 900 kr. Mér finnst alveg athugandi að hafa hærri verðskrá, ef þjónstuaðili telur það innan marka þess sem þjónustan sem hann býður þolir. Það er líka til dæmis umhugsunarefni að Reykjavíkingar borga niður ýmsa þjónustu sem við notum. Til að nefna eitt þá kostar rúmar 2 evrur í sund. Hvar í Evrópu kostar 2 evrur inn á háklassa sundstaði sem sundlaugar Reykjavíkur eru? Má biðja útlendinga sem heimsækja okkur að borga meira?
Dr. Gunni (Birtist fyrst í Fréttatímanum 15.10.10)
Okursíða Dr. Gunna (á netinu síðan 21. sept 2007) - Endilega reyndu að hemja þig þegar þú kommentar. Fólk hefur misþykkan skráp.
Sýnir færslur með efnisorðinu túrismi. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu túrismi. Sýna allar færslur
laugardagur, 23. október 2010
þriðjudagur, 3. ágúst 2010
Bláa lónið - enn einu sinni!
Vildi bara benda á Bláa Lónið, enn og einu sinni. Verð á mann er komið upp í 28€ ef ég sá rétt, en í beinhörðum íslenskum rukka þeir 4600 krónur per fullorðinn. Varð fyrir því óláni að hafa lofað nokkrum sjálfboðaliðum sem voru í vinnu hjá mér að fara með þau í Bláa lónið, þar sem þetta voru allt útlendingar og fór ég með þau sex og auka bílstjóra. Fékk að vísu smá afslátt en borgaði engu að síður rúmlega 33 þúsund í lónið fyrir okkur átta.
Vil taka skýrt fram að ég sé ekki eftir peningunum í krakkana, þau áttu það vel skilið og rúmlega það, en mér blöskrar algerlega verðið. Þar fyrir utan var lónið kalt og allur sjarmi farinn af því í þessu annars steríla umhverfi. Stór volgur pottur með sandi í botninn og einstaka fötur á víð og dreif með gamla góða hvíta gumsinu. Fyrir 4600 krónur manninn. Í einu orði sagt: OKUR!
Þetta var blóðugt og mun ég aldrei bjóða útlendingum þarna framar og segja þeim að forðast þennan túristapitt.
Óskar nafnleyndar
Vil taka skýrt fram að ég sé ekki eftir peningunum í krakkana, þau áttu það vel skilið og rúmlega það, en mér blöskrar algerlega verðið. Þar fyrir utan var lónið kalt og allur sjarmi farinn af því í þessu annars steríla umhverfi. Stór volgur pottur með sandi í botninn og einstaka fötur á víð og dreif með gamla góða hvíta gumsinu. Fyrir 4600 krónur manninn. Í einu orði sagt: OKUR!
Þetta var blóðugt og mun ég aldrei bjóða útlendingum þarna framar og segja þeim að forðast þennan túristapitt.
Óskar nafnleyndar
þriðjudagur, 6. október 2009
Rútufargjöld lækka um helming
Bílar og fólk - TREX hafa lækkað öll fargjöld sín um helming. Þetta er gert til að reyna að efla almenningssamgöngur. Þessi lækkun verður í gildi a.m.k. til áramóta. Öll fargjöld lækka, ekki bara "almennt verð". Hér eru nokkru dæmi um breytingar:
Reykjavík - Akureyri
Fullorðnir var 9.000- / verður 4.500-
Öryrkjar, ellilífeyrisþegar, skólafólk var 6.700- / verður 3.350-
Börn 4-11 ára var 4.800- / verður 2.400-
Hornafjörður - Reykjavík
Fullorðnir var 11.200- / verður 5.600-
Öryrkjar, ellilífeyrisþegar, skólafólk var 7.900- / verður 3.950-
Börn 4-11 ára var 5.600- / verður 2.800-
kv, Drengur Óla
Reykjavík - Akureyri
Fullorðnir var 9.000- / verður 4.500-
Öryrkjar, ellilífeyrisþegar, skólafólk var 6.700- / verður 3.350-
Börn 4-11 ára var 4.800- / verður 2.400-
Hornafjörður - Reykjavík
Fullorðnir var 11.200- / verður 5.600-
Öryrkjar, ellilífeyrisþegar, skólafólk var 7.900- / verður 3.950-
Börn 4-11 ára var 5.600- / verður 2.800-
kv, Drengur Óla
þriðjudagur, 15. september 2009
sunnudagur, 23. ágúst 2009
Ferðamanna OKUR á Norðurlandi!
Var á ferð um Norðurland í síðustu viku. Ferðamenn eru vanir því að allt sé dýrast í miðborgum heimsins, en svo er ekki á Íslandi í dag.
Nú þurfa íslenskir ferðamenn á blæða, allt er miðað við gengi Evru á mörgum ferðamannastöðum og gististöðum.
Í pylsuvagninum í göngugötunni á Akureyri eru dýrustu pylsur á Íslandi. Þar er rukkað kr. 300 fyrir stykkið, takk!
En í frægasta pylsuvagni Evrópu ,,Bæjarins Bestu" í 101 Reykjavík kostar sú sama kr. 250.
Á Mývatni í Veitingastaðnum Gamli bærinn kosta venjuleg kaffi uppáhelling kr. 400, takk!
En í hjarta Reykjavíkur í Lækjargötu kostar venjuleg kaffi uppáhelling kr. 200 hjá Kondítorí Korninu.
Og einnig er hægt að borða sig vel saddan fyrir kr.1000 í hjarta Reykjavík á Feita Tómatanum í Lækjargötu, þar er hlaðborð alla daga.
Það þýðir ekki fyrir ýmsa ferðaþjónustu aðila á landsbyggðinni að miða verð sín út frá gengi á erlendum gjaldmiðlum núna. Landinn sættir sig ekki við það lengi.
Kveðja,
Íslenskur ferðalangur
Nú þurfa íslenskir ferðamenn á blæða, allt er miðað við gengi Evru á mörgum ferðamannastöðum og gististöðum.
Í pylsuvagninum í göngugötunni á Akureyri eru dýrustu pylsur á Íslandi. Þar er rukkað kr. 300 fyrir stykkið, takk!
En í frægasta pylsuvagni Evrópu ,,Bæjarins Bestu" í 101 Reykjavík kostar sú sama kr. 250.
Á Mývatni í Veitingastaðnum Gamli bærinn kosta venjuleg kaffi uppáhelling kr. 400, takk!
En í hjarta Reykjavíkur í Lækjargötu kostar venjuleg kaffi uppáhelling kr. 200 hjá Kondítorí Korninu.
Og einnig er hægt að borða sig vel saddan fyrir kr.1000 í hjarta Reykjavík á Feita Tómatanum í Lækjargötu, þar er hlaðborð alla daga.
Það þýðir ekki fyrir ýmsa ferðaþjónustu aðila á landsbyggðinni að miða verð sín út frá gengi á erlendum gjaldmiðlum núna. Landinn sættir sig ekki við það lengi.
Kveðja,
Íslenskur ferðalangur
þriðjudagur, 11. ágúst 2009
Misdýr tjaldsvæði
Ég ætlaði að fara með fjölskylduna um daginn á tjaldsvæði sem ég hafði ekki prófað áður en leit vel út. Það var Leirubakki í nágrenni Heklu.
Ég skoðaði sem betur fer upplýsingar um tjaldsvæðið áður en ég hélt þangað og rak augun í verðskránna. Fyrst hélt ég að ég væri að lesa ranga verðskrá en svo reyndist ekki vera. Við höfum ferðast mikið um landið og gist á fjölmörgum tjaldsvæðum og hvergi séð verð sem komast nálægt þessu!
Skv heimasíðu þeirra er þetta gjaldskráin:
Fyrir fullorðna: 800 kr pr. nótt á mann.
Fyrir börn 6-12 ára: 450 kr pr nótt á mann.
Rafmagn fyrir húsbíla og fellihýsi: 800 kr pr nótt.
Flest tjaldsvæði rukka ekki fyrir börn, börn fá að vera börn til 16 ára aldurs og stilla verði á rafmgani í hóf. Fyrir okkur hefði nótt á þessu tjaldsvæði kostað 4.450 kr! Það er meira en helmingi hærra verð en það sem ég hef borgað hingað til á tjaldsvæðum!
2x Fullorðnir: 1600kr
1x 16 ára: 800kr
1x 13 ára: 800kr
1x 7 ára: 450kr
1x 3 ára: frítt!
Rafmagn 1 nótt: 800kr
Samtals: 4.450Kr
Þótt ég læsi þetta af heimasíðunni hjá þeim þá hringdi ég í þá til staðfestingar og þeir staðfestu að 1 nótt fyrir fjölskylduna myndi kosta 4.450kr
Ég á bara 1 orð yfir þetta; OKUR!
5 stjörnu tjaldsvæðið hjá Fossatúni sem hingað til hefur verið það dýrasta á landinu (en haft mjög mikið uppá að bjóða) kostar þar sami pakki 4.000kr sem er líka dýrt.
5 stjörnu tjaldsvæði á Úlfljótsvatni sem er frábært tjaldsvæði með aðstöðu fyrir börn sem best verður á kosið kostar sami pakki 2.000Kr og innifalið í því eru veiðileyfi!
Kveðja,
Ferðalangur
Ég skoðaði sem betur fer upplýsingar um tjaldsvæðið áður en ég hélt þangað og rak augun í verðskránna. Fyrst hélt ég að ég væri að lesa ranga verðskrá en svo reyndist ekki vera. Við höfum ferðast mikið um landið og gist á fjölmörgum tjaldsvæðum og hvergi séð verð sem komast nálægt þessu!
Skv heimasíðu þeirra er þetta gjaldskráin:
Fyrir fullorðna: 800 kr pr. nótt á mann.
Fyrir börn 6-12 ára: 450 kr pr nótt á mann.
Rafmagn fyrir húsbíla og fellihýsi: 800 kr pr nótt.
Flest tjaldsvæði rukka ekki fyrir börn, börn fá að vera börn til 16 ára aldurs og stilla verði á rafmgani í hóf. Fyrir okkur hefði nótt á þessu tjaldsvæði kostað 4.450 kr! Það er meira en helmingi hærra verð en það sem ég hef borgað hingað til á tjaldsvæðum!
2x Fullorðnir: 1600kr
1x 16 ára: 800kr
1x 13 ára: 800kr
1x 7 ára: 450kr
1x 3 ára: frítt!
Rafmagn 1 nótt: 800kr
Samtals: 4.450Kr
Þótt ég læsi þetta af heimasíðunni hjá þeim þá hringdi ég í þá til staðfestingar og þeir staðfestu að 1 nótt fyrir fjölskylduna myndi kosta 4.450kr
Ég á bara 1 orð yfir þetta; OKUR!
5 stjörnu tjaldsvæðið hjá Fossatúni sem hingað til hefur verið það dýrasta á landinu (en haft mjög mikið uppá að bjóða) kostar þar sami pakki 4.000kr sem er líka dýrt.
5 stjörnu tjaldsvæði á Úlfljótsvatni sem er frábært tjaldsvæði með aðstöðu fyrir börn sem best verður á kosið kostar sami pakki 2.000Kr og innifalið í því eru veiðileyfi!
Kveðja,
Ferðalangur
sunnudagur, 9. ágúst 2009
Dýr gisting
Sæll, vil láta vita af dýrasta tjaldstæði sem ég hef gist á í sumar vorum að mínu mati rænd -:(
Kerlingfjöll er alveg ótrúlegur staður en dýrasta tjaldstæðið. Verðið eða hvaða aðstaða stendur til boða er hvergi sýnilegt og enginn kom að rukka. Við heiðarleg og eftir að gista eina nótt fórum inn á stað sem er merktur Restaurant (þar var lokað kl: 21.30 í afgreiðslunni um kvöldið sem við komum) og spurðum hvar við ættum að borga svarið var: Hér kostar 1400 kr. á mann og við hefðum mátt fara í sturtu. Þetta er algjörlega siðlaust verð. Tvö útisalerni, annað stíflað, nokkur klósett í kjallara á "Restaurant" og aðeins eitt opið kvennamegin. Svo er líka ljótt að sjá hvað allt er í mikilli niðurníðslu hjá þeim.
Bkv. KP
Kerlingfjöll er alveg ótrúlegur staður en dýrasta tjaldstæðið. Verðið eða hvaða aðstaða stendur til boða er hvergi sýnilegt og enginn kom að rukka. Við heiðarleg og eftir að gista eina nótt fórum inn á stað sem er merktur Restaurant (þar var lokað kl: 21.30 í afgreiðslunni um kvöldið sem við komum) og spurðum hvar við ættum að borga svarið var: Hér kostar 1400 kr. á mann og við hefðum mátt fara í sturtu. Þetta er algjörlega siðlaust verð. Tvö útisalerni, annað stíflað, nokkur klósett í kjallara á "Restaurant" og aðeins eitt opið kvennamegin. Svo er líka ljótt að sjá hvað allt er í mikilli niðurníðslu hjá þeim.
Bkv. KP
mánudagur, 27. júlí 2009
Okur á tjaldsvæðinu að Leirubakka
Þar sem líður að verslunarmannahelgi þá langar okkur vekja athygli á mismunandi verði á tjaldsvæðum. Árlega förum við stórfjölskyldan í 10 til 20 daga ferð innanlands. Eftir stutta ferð um Suðurland stoppuðum við á tjaldstæðinu að Leirubakka (Heklusetur) og held ég að það sé dýrasta tjaldstæði sem við fjölskyldan höfum nokkru sinni komið á. Verðskráin þar er þannig að fullorðnir borga 800 og börn 6 - 12 ára borga 450. Við munum ekki eftir að hafa séð að 6 ára gömul börn séu rukkuð um hálft gjald og rúmlega það. T.d. er sonur okkar með 4 börn, 6 mánaða ungabarn, 9 ára, 12 ára og 13 ára. Hann þurfti því að borga 3300 kr. fyrir nóttina. Þar sem með í för var ungabarn þá var búið að kanna að tjaldsvæðið byði upp á rafmagn og var svo. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að rafmagnstenglar voru 6 stk. og kostaði 800 kr. sólahringurinn. Var þá nóttin hjá syni okkar komin í 4100 kr. Þar sem framboð af tenglum var aðeins 6 þá tengdu við okkur á milli tjaldvagna með fjöltengi 2 og 2 saman og þá var rukkað tvöfalt fyrir tengilinn þ.e. 1600 kr. Fyrir 1600 kr. fást ca. 133 kílóvattstundir (12 kr. pr. kwst). Við búum í 200 fm einbýlishúsi og skv. Orkuveitunni þá notum við ca. 12 kílóvattstundir á sólahring.
Til samanburðar þá kostaði gisting á tjaldsvæði að Hraunborgum í Grímsnesi (flott, fjölskylduvænt tjaldsvæði) 1400 kr. pr. tjaldvagn (óháð fjölda barna) og rafmagn kostaði 300 kr. pr sólahring, samtals 1700 kr. Almennt verð sem sonur okkar var að borga í þessari ferð var um 2000 kr. fyrir fjölskyldu sína á sólahring.
Látum ekki okra svona á okkur á ferðum okkar um landið.
Kær kveðja,
Yngvi og Gulla,
Til samanburðar þá kostaði gisting á tjaldsvæði að Hraunborgum í Grímsnesi (flott, fjölskylduvænt tjaldsvæði) 1400 kr. pr. tjaldvagn (óháð fjölda barna) og rafmagn kostaði 300 kr. pr sólahring, samtals 1700 kr. Almennt verð sem sonur okkar var að borga í þessari ferð var um 2000 kr. fyrir fjölskyldu sína á sólahring.
Látum ekki okra svona á okkur á ferðum okkar um landið.
Kær kveðja,
Yngvi og Gulla,
fimmtudagur, 23. júlí 2009
Verð á afþreyingu
Er að bugast á verðum fyrir hóp í einhverskonar skemmtiferð.
Ég er búinn að vera að leita að hópferð fyrir 14 manns , annaðhvort fjórhjólaferð, vélsleðaferð o.s.frv.
T.d. fékk ég tilboð fyrir 14 manns í fjórhjólaferð við Bolöldu í 4 tíma (hjá Litlu kaffistofunni) grillaðir borgarar og 2 öl á mann eftir ferðina, samtals 5 tíma prógram.
Þetta kostar 593.600 kr.!!!
Allur þessi iðnaður er sniðinn fyrir útlendinga, verð í evrum o.s.frv. Það er að verða ógerlegt fyrir íslenskan hóp að gera e-h svona, sérstaklega miðað við árferði.
Endar þetta ekki bara að svona lúxus verði bara fyrir ferðamenn, hvernig væri að fara að taka Castro sér til fyrirmyndar og hafa verð fyrir heimamenn og verð fyrir ferðamenn?
Þetta er Okur Okur Okur!!!
Kv . Auðunn
P.s. Ég lét 8 manns giska á heildarpakkann í þessu tilboði og sá sem skaut hæst giskaði á 250.000 kr , flestir í kringum 100.000 - 130.000 og sjálfur átti ég von á um 200.000kr tilboði . Það er eitthvað athugavert við þetta.
Ég er búinn að vera að leita að hópferð fyrir 14 manns , annaðhvort fjórhjólaferð, vélsleðaferð o.s.frv.
T.d. fékk ég tilboð fyrir 14 manns í fjórhjólaferð við Bolöldu í 4 tíma (hjá Litlu kaffistofunni) grillaðir borgarar og 2 öl á mann eftir ferðina, samtals 5 tíma prógram.
Þetta kostar 593.600 kr.!!!
Allur þessi iðnaður er sniðinn fyrir útlendinga, verð í evrum o.s.frv. Það er að verða ógerlegt fyrir íslenskan hóp að gera e-h svona, sérstaklega miðað við árferði.
Endar þetta ekki bara að svona lúxus verði bara fyrir ferðamenn, hvernig væri að fara að taka Castro sér til fyrirmyndar og hafa verð fyrir heimamenn og verð fyrir ferðamenn?
Þetta er Okur Okur Okur!!!
Kv . Auðunn
P.s. Ég lét 8 manns giska á heildarpakkann í þessu tilboði og sá sem skaut hæst giskaði á 250.000 kr , flestir í kringum 100.000 - 130.000 og sjálfur átti ég von á um 200.000kr tilboði . Það er eitthvað athugavert við þetta.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)