þriðjudagur, 11. ágúst 2009

Misdýr tjaldsvæði

Ég ætlaði að fara með fjölskylduna um daginn á tjaldsvæði sem ég hafði ekki prófað áður en leit vel út. Það var Leirubakki í nágrenni Heklu.
Ég skoðaði sem betur fer upplýsingar um tjaldsvæðið áður en ég hélt þangað og rak augun í verðskránna. Fyrst hélt ég að ég væri að lesa ranga verðskrá en svo reyndist ekki vera. Við höfum ferðast mikið um landið og gist á fjölmörgum tjaldsvæðum og hvergi séð verð sem komast nálægt þessu!
Skv heimasíðu þeirra er þetta gjaldskráin:

Fyrir fullorðna: 800 kr pr. nótt á mann.
Fyrir börn 6-12 ára: 450 kr pr nótt á mann.
Rafmagn fyrir húsbíla og fellihýsi: 800 kr pr nótt.

Flest tjaldsvæði rukka ekki fyrir börn, börn fá að vera börn til 16 ára aldurs og stilla verði á rafmgani í hóf. Fyrir okkur hefði nótt á þessu tjaldsvæði kostað 4.450 kr! Það er meira en helmingi hærra verð en það sem ég hef borgað hingað til á tjaldsvæðum!
2x Fullorðnir: 1600kr
1x 16 ára: 800kr
1x 13 ára: 800kr
1x 7 ára: 450kr
1x 3 ára: frítt!
Rafmagn 1 nótt: 800kr
Samtals: 4.450Kr

Þótt ég læsi þetta af heimasíðunni hjá þeim þá hringdi ég í þá til staðfestingar og þeir staðfestu að 1 nótt fyrir fjölskylduna myndi kosta 4.450kr
Ég á bara 1 orð yfir þetta; OKUR!
5 stjörnu tjaldsvæðið hjá Fossatúni sem hingað til hefur verið það dýrasta á landinu (en haft mjög mikið uppá að bjóða) kostar þar sami pakki 4.000kr sem er líka dýrt.
5 stjörnu tjaldsvæði á Úlfljótsvatni sem er frábært tjaldsvæði með aðstöðu fyrir börn sem best verður á kosið kostar sami pakki 2.000Kr og innifalið í því eru veiðileyfi!
Kveðja,
Ferðalangur

2 ummæli:

  1. Lenti einnig í svipuðu orki á tjaldsvæði rétt utan við Húsafell ca. 3 km (Húsafell rukkar fyrir). Aðstaðan þar er mjög bágborin, léleg klósettaðastaða, einungis kalt vatn á kvöldin ..á daginn er það hlandvolgt, æðisleg þegar maður er þyrstur.

    Rukkað var 900 kr. manninn! okkur ofbauð og kláruðum ekki helgina á þessu tjaldsvæði.

    SvaraEyða
  2. Það má nú einnig taka það fram að aðstaðan á Leirubakka er ekki til fyrirmyndar, ég var þarna í sumar og það var ljóslaust inná karlaklósettinu frá fimmtudegi til laugardags og oftar en ekki vantaði pappír bæði karla og kvennamegin.

    SvaraEyða