sunnudagur, 30. ágúst 2009

Jóhönnu blöskrar rúsínuverðmismunur Haga

Ég á ekki orð yfir verðlaginu hér, eða verðmismuninum á milli verslana. Og meira segja verslana í eigu sömu aðila.
Fór í Hagkaup í gær til að kaupa kattamat, því sá kattamatur sem ég kaupi er ekki til í Bónus. Greip með mér Góa súkkulaðirúsinupakka, sem var í rekka fremst í versluninni, mjög freistandi á kr. 474.- . Fannst það svolítið dýrt, en lét freistast. Fór síðan í Bónus og kláraði að versla í helgarmatinn. Það fyrsta sem ég sé þegar ég kem inn í verslunina var Góa súkkulaðirúsinur á kr. 298 kr.
Hvað er í gangi?
Kv. Jóhanna Hermansen.

6 ummæli:

  1. Bónus er lágvöruverðsverslun en Hagkaup ekki. Ekki flóknara en það.

    SvaraEyða
  2. Nennið þið að hætta að réttlæta hátt vöruverð í Hagkaup og 10/11 með því að Bónus sé lágvöruverðsverslun. Þetta fer allt í sama vasann

    Jón Ásgeir græðir á þessum rúsínukassa í Bónus. Hann stórgræðir á honum í Hagkaup og hann mokar inn peningum á honum í 10/11

    Við hinsvegar stórtöpum peningum á því að þessi dæmdi maður stjórni matvörumarkaðinum á Íslandi

    SvaraEyða
  3. Þótt þetta "fari allt í sama vasann" þarf samt hvert batterý að vera rekið með hagnaði. Fólk sem bendir á þessi "okurdæmi" milli Bónus/Hagkaupa/10-11 virðist halda að innkaupsverð vörunnar sé eini kostnaðaliður verslunarinnar.. Það kostar sitt að hafa mannskap á gólfinu til að þjónusta (Hagkaup) eða láta búðirnar standa tómar lungann úr deginum því enginn verslar þar (10-11). Bónus er ódýrara af því kostnaðru við hvert stykki selt er margfalt minni, jafnvel þótt innkaupsverð sé mögulega það sama.

    SvaraEyða
  4. Við erum ekkert að réttlæta hátt vöruverð í Hagkaup/10-11 með því að benda á að Bónus sé lágvöruverðsverslun, Nærtækara væri að bera Bónus og Krónuna saman eða Strax/Samkaup saman við 11-11 eða Hagkaup saman við Fjarðarkaup en ekki bera saman epli og appelsínu.

    SvaraEyða
  5. Eruð þið svona brjálæðislega meðvirk eða öll í vinnu á skrifstofunni hjá Jóni Ásgeiri ?

    SvaraEyða
  6. Þið viljið s.s. jafnt verð á milli allra verslana Haga? Það myndi þá þýða að verð myndi lækka í Hagkaup og 10-11 og hækka í Bónus. Það þýðir bara það að fólk sem er hagsýnt og vill kaupa ódýrt(í verslun sem er með lélegra vöruvali og mun styttri opnunartíma) getur ekki gert það lengur í bónus.

    Þetta hefur heldur ekkert með að styðja Jón Ásgeir eða ekki, það er bara ólógískt að það sé sama verð í öllum búðum Haga( og svo er enginn sem neyðir þig til að versla þar)

    SvaraEyða