Ég fór í Hagkaup um daginn með vinkonu og fór að skoða mig um á útsölunni hjá þeim og skoða nýju vörurnar og rek ég þar augun í peysu sem var á rekka merkt ný vara og kostaði 7999. Þetta er nú kannski ekki í frásögur færandi nema það að ég kaupi mér alveg nákvæmlega sömu peysuna í mai á rúmar 4000 krónur, að vísu með afslætti var bæði virðisaukahelgi hjá þeim og einhver annar afsláttur sem mig minnir að hafi verið 30% þannig að ég fæ þessa peysu í vor á tæpum 50% afslætti en núna er henni stillt upp sem nýrri vöru. Þetta finnst mér vera frekar lélegt og vill benda fólki á að hafa augun opin fyrir svona viðskiptaháttum.
Erna Sigrún
Er þetta ekki "rennandi vara" (minnir mig að það sé kallað)..? Tímalaus hönnun sem er tórir lengur en tískuvara, "rennur ekki út" eftir hálft ár (föt gera það víst mörg hver líka og lifa jafnvel skemur en mörg matvælin) og þarf að fara á útsölu eins og tískuvaran. Þá getur hún verið ný núna því það er komin ný sending, þótt sama hönnun hafi verið til í vor.
SvaraEyðaVinsamlegast væriru til í að útskýra þetta dæmi skil ekki baun í því.
SvaraEyðaEf ég skil rétt, þá þýðir þetta "nýjar vörur" skilti að hér sé um að ræða nýja sendingu af eldri hönnun sem ekki stendur til að setja (í það minnsta ekki strax) á útsölu.
SvaraEyða