mánudagur, 17. ágúst 2009

Stöð 2 enn og aftur

Mig langar að deila þessu LÖGBROTI með fólki. Ég er áskrifandi að stöð 2 og hef verið í mörg ár. Fyrir nokkru síðan tók ég eftir því að þeir rukka mig um tilkynningargjald í hverjum mánuði sem eru 250 krónur. Ég hringdi í þá og bað þá vinsamlegast um að hætta að senda mér pappírinn og þar af leiðandi þyrfti ég ekki að borga þetta gjald, sem er by the way búið að setja í lög, eða ég veit ekki betur allavega. Stúlkan sem ég talaði við í símann sagðist myndu gera það, ekki málið. En viti menn...núna allnokkrum mánuðum seinna þá tek ég eftir því að ég er ENNÞÁ að borga þetta gjald og fæ nú nett sjokk og hringi upp í stöð 2. Ég sagði afgreiðslustúlkunni að ég hafi fyrir löngu beðið um að þau hættu að senda mér pappír því ég kæri mig ekki um að borga fyrir þetta 250 kr á mánuði. Þá fékk ég þessa mjög svo æfðu og greinilega margsögðu ræðu: Afgreiðslukerfið okkar bíður ekki upp á að senda greiðsluseðla annað hvort í heimabankann eða í pósti svo að við verðum að senda út greiðsluseðla, við höfum fengið undanþágu frá neytendasamtökunum með þetta. Þá spyr ég "og hvenær heldurðu að þið getið "lagað" þetta kerfi ykkar?" Stúlkan svarar: "ég bara veit það ekki, þetta átti að vera tilbúið eftir áramótin síðustu"

Bara smá reikningsdæmi:
Segjum að Stöð 2 hafi 20.000 áskrifendur (hef ekki hugmynd um fjöldann)
Þeir rukka hvern haus um 250 kr á mánuði
þetta gera 5 MILLJÓNIR á mánuði og 60 MILLJÓNIR Á ÁRI!!!

Ábyggilega alveg óvart hjá þeim að þeir geti ekki lagað þetta kerfi sitt!! Ætli þeir væru fljótari að laga það ef það kæmi betur út fyrir þá? Ætla að gerast svo kræf og segja bara FOKK JÁ, þeir myndu redda því eins og skot!

Það liggur við að ég gubbi eftir þetta, mér blöskrar svo. Og ég bara spyr er þetta löglegt?
Kveðja,
Ein sjokkeruð á stöð 2

14 ummæli:

 1. Segðu upp áskrift þinni af stöð 2, þetta eru ræningjar og ofan á það með lélega dagskrá.
  Ég hætti að eiga viðskipti við þetta fyrirtæki fyrir löngu síðan og ætla mér aldrei að eiga viðskipti við það aftur.

  SvaraEyða
 2. Þetta eru helv drullusokkar

  SvaraEyða
 3. hvað ertu að versla við svona glæpakompaní, léleg dagskrá og eigendurnir útrásavíkingar sem bara ábyrgð á hruninu, alveg óskiljandi að fólk skuli versla við 365 áfram...

  SvaraEyða
 4. Já þeir eru kræfir þarna upp á Stöð 2. Ég fékk lánaðan afruglara hjá þeim í nokkrar vikur í sumar til að hafa með upp í sumarbústað (5 vikur) mér var tjáð að kostnaður væri ca 790 kr á mán að mig minnir, en ÓÓÓNEII.
  Nr 1 þá senda þeir tvo reikninga um hver mánaðarmót og taka tvöfalt seðilgjald, annan fyrir áskriftinni og hinn fyrir afruglarann. Nr 2 þá rukka þeir einnig árgjald af afruglaranum þó hann sé aðeins hugsaður til skamms tíma. Ég greiði því 2.770 krónur til að fá afruglara lánaðan í 5 vikur til að horfa á efni frá þeim sem ég greiði fyrir dýrum dómum.

  Dagskráin á stöð tvö er orðin mjög döpur þessa dagana, en ég hef fullan skilning á því. Nú er hart í ári og dýrt að kaupa efni, Stöð 2 verður því að læra að lifa með þeim veruleika og kaupa aðeins eldra og ódýrara efni til að aðlaga sig að breyttum tímum, en að nota svona óvandaðar aðferðir til að plokka pening af tryggum áskrifendum er mér óskiljanlegt.

  Ég segi því hingað og ekki lengra og segi nei takk við svona plokki. Eftir rúm 20 ár í viðskiptum við stöð 2 hef ég ákveðið að segja upp áskriftinni. Þeir geta svo metið það við sig upp á Stöð 2 hvort svona viðskiptahættir borgi sig. Þeir missa hjá mér rétt um 14.000 kr viðskipti á mán fyrir þetta afruglara og seðilgjaldaplokk.

  Að lokum þá er alveg eðlilegt að Stöð 2 rukki fyrir þann kostnað sem þeir sannarlega hafa af því að eiga afruglara. En að vera að plokka tvöfalt seðilgjald og rukka árgjald af skammtímaleigu eru ekki eðlilegir viðskiptahættir að mínu viti.

  SvaraEyða
 5. Þetta tilkynningar-, greiðsluseðla- eða hvað-það-nú-heitir gjald sem er smurt á alla reikningar nú til dags er svipað skema og hefur oft verið sett upp í bíómyndum þar sem þjófar ná að rúnna af allar bankafærslur og fá þar með nokkur sent af hverri færslu í sinn vasa. Safnast þegar saman kemur. Kæmi mér ekki á óvart þó samanlagt væri velta með svona gjöld á Íslandi nokkrir milljarðar á ári. Þetta er þjófnaður og ekkert annað.

  SvaraEyða
 6. Jeminn, ég held að fólk sem er hér að tala um að greiðsluseðlakostnaður, sé smurt á reikninga og sé þjófnaður, átti sig ekki á hvernig peningar virka.

  Það er hægt að velja nokkrar leiðir til að borga reikninga - bankinn getur séð um það fyrir þig, þú getur fengið þá í heimabankann þinn, þú getur haft þá á kreditkorti eða þú getur fengið þá á blaði.

  Þegar þú færð þá á blaði þá koma kostnaðarliðir sem eiga ekki við um hina valmöguleikana.

  Pappírskostnaður (bæði á reikningnum sjálfum og umslagi), blek kostnaður, búnaðarkostnaður og sendingarkostnaður.

  Ef þú villt fá þetta á blaði þá er auðvitað sjálfsagt að þú berir þann kostnað.

  Fyrirtækið mundi ekki taka þennan kostnað á sig, svo ef þeir mundu ekki rukka fyrir hann þá mundi peningurinn þurfa að koma niður á heildarverðinu - af hverju ættu allir að þurfa að borga því þú villt fá eitthvað á pappír?

  -
  Varðandi að þú þurfir að fá pappír heim - þá er hægt að biðja um að fá ekki reikninga og borga þá í verzlun eða setja þetta einfaldlega á kreditkort. Skil samt ekki alveg, ef þú ert alltaf að borga þetta sjálfur, hversvegna ertu svona lengi að fatta að seðilgjöldin séu á reikningunum?
  -

  Fyrir þá sem væla yfir því að þurfa að borga fyrir tæki - aftur - af hverju eiga allir að borga fyrir þig? Myndlyklar eru dýrar græjur og ef þú þarft að hafa tvo eða þrjá eða fjóra, þá átt þú að borga fyrir það - ekki allir.

  -

  Og nei, talsmaður neytenda eða eitthvað álíka sagði að honum fyndist seðilgjöld vera röng og vond og obboslega ósanngjörn og fólk ákvað að taka þá flugu í hausinn að orð hans væru lög. Þau eru það ekki.

  SvaraEyða
 7. Stefán Birgir þú ert kjáni. Lestu upprunalega póstinn, þá sérðu að það er verið að kvarta yfir því að það er EKKI hægt að fá þetta pappírslaust hjá stöð 2. Þannig að þú ert NEYDDUR til að fá þetta á pappír.

  Lestu betur áður en þú svarar, annars lítur þú bara kjánalega út.

  SvaraEyða
 8. Alltaf gaman að sjá málefnalega umræðu. Veit varla hvort ég nenni að svara þessari mannvitsbrekku sem skrifaði hér að ofan.

  En við skulum reyna.

  Nr 1. Stöð 2 gefur ekki kost á öðru en að senda pappír og rukkar fyrir það, svo þegar aukafruglari er tekinn er sendur aukaseðill, ekki sett á sama reikninginn, því er um tvírukkun að ræða.

  Nr 2. Ef maður er með símalykil þá tekur maður hann ekki með sér í sumarbústað heldur fær lánaðan lykil hjá Stöð tvö. Ég gerði engar athugasemdir við að greiða fyrir leigu á honum heldur gerði ég athugasemd við að greiða árgjald af skammtímaleigu og vera tvírukkaður með seðilgjöld.

  Smursmál að lesa fyrst áður en maður póstar, nema þú sért ekki fær um að skilja það sem þú lest.(mætti halda að þú ættir ættingja í vinnu upp á Stöð 2.

  SvaraEyða
 9. Ég vil fá rökstuðning neytendasamtakanna/samkeppniseftirlits á því hvers vegna í ósköpunum Stöð2 fær undanþágu til þess að rukka seðilgjald þegar maður á engan annan kost hjá þessu fyrirtæki heldur en að fá reikning inn um lúguna en ekki bara á heimabanka. Annars væri ég nú til í að það væri hægt að afpanta alla reikninga í pósti með einni skipun hjá viðskiptabanka manns. Sá að Kaupþing bauð upp á það en það eina sem kom út úr því var að þeir hættu að senda mér yfirlitið í pósti fæ samt enn alla reikninga í pósti. Óþolandi.

  SvaraEyða
 10. Ég endurtek málsgrein fyrir nafnlausu aðilana sem sáu hana ekki:

  "Varðandi að þú þurfir að fá pappír heim - þá er hægt að biðja um að fá ekki reikninga og borga þá í verzlun eða setja þetta einfaldlega á kreditkort. Skil samt ekki alveg, ef þú ert alltaf að borga þetta sjálfur, hversvegna ertu svona lengi að fatta að seðilgjöldin séu á reikningunum?"

  Það er hægt að sleppa seðilgjöldum hjá Stöð 2, og ég benti á það í þessari málsgrein.

  Ársgjaldið sem einn talar um, er ábyrgðargjald og er heilar 690 kr á ári. Þegar þú ert með lykil frá Símanum - og þarft svo að fá lykil frá Vodafone, þá er kannski skiljanlegt að það sé ekki sétt á sama reikninginn. En ef þú villt ekki fá seðilgjöld, þá mæli ég með leiðinni sem ég lýsti hér fyrir ofan.

  Ég afrita síðan málsgrein úr svari hér, því það á við.

  "Smursmál að lesa fyrst áður en maður póstar, nema þú sért ekki fær um að skilja það sem þú lest."

  SvaraEyða
 11. Nú er ég með allt mitt hja´VODAFONE,
  Áskrift af stöð-2 og ég fæ þetta allt í heimabanka.
  Þannig að hún er að ljúga að þér, það er víst hægt að hafa pappírslaus viðskipti.

  SvaraEyða
 12. Ég hef verið með stöð 2 lengi og allt skuldfært af VISA-kortinu mínu. Engin seðilgjöld eða neinn aukakostnaður. Áskriftargjald hverrar stöðvar líka sundurliðað og líka aukaafruglarinn.
  Asskoti hátt gjald en auðvelt að fylgjast með þrátt fyrir það.

  SvaraEyða
 13. Viltu ekki bara segja upp áskriftinni? Hlýtur að vera erfitt að vera hálf gubbandi af hneykslan út af einhverri sjónvarpsstöð...

  SvaraEyða
 14. Jú að sjálfsögðu sagði ég upp áskriftinni!

  Og Stefán Birgir og þið hin sem kallið mig lygara! Ég er að segja ykkur, svona nákvæmlega var samtal mitt við stöð 2. Þau segja að það sé ekki hægt að sleppa þessu, ég er ekki með þetta á visa greiðslum enda á ég ekki visa kort og ég myndi nú halda að þegar maður greiðir í heimabanka þá gæti helvítis kompaníið drullast til að fella niður seðilgjald þegar maður er búin að biðja um það 2 sinnum!

  SvaraEyða