Ég hef lengi pirrað mig á því hvað það er dýrt að kaupa túrtappa, og fékk einhvertíman þau svör að það væri vegna þess að túrtappar og dömubindi flokkuðust sem "munaðarvara".
Þetta gerði mig rosalega reiða, enda er það enginn munaður að þurfa ekki að vera útataður í blóði 5 daga í mánuði.
Núna var ég í hagkaup um daginn og ætlaði að kaupa mér pakka af töppum (ég kaupi alltaf tampax, OB get ég ekki notað) en þegar ég sá verðið á pakkanum blöskraði mér svo rosalega að ég hætti við að kaupa þá og labbaði tómhent út.
Auðvitað neyddist ég samt til þess að fara aftur og kaupa þá nokkrum dögum seinna...
Pakkinn af tampax túrtöppum kostaði 999krónur takk fyrir!
það þýðir að á einu ári þarf ég að "blæða" (í orðins fyllstu) 12-15 þúsund krónum bara fyrir það eitt að hafa fæðst með píku en ekki typpi.
Ég hef aldrei getað fengið staðfestingu á því hvort þetta sé í raun munaðarvara eða hvort sá sem sagði mér það hafi bara verið að tala út um rassgatið á sér, en mig langar VERULEGA að komast að því.
Hvað geri ég ef ég vil mótmæla því að það sé aukin álagning á þessa "munaðarvöru" sem engin kona kemst af án?
ÓÓ
Efast nú stórlega um að það sé munaðarvörutollur á túrtöppum. En ef svo er þá er þetta kjörið tækifæri að stofna fyrirtæki :D
SvaraEyðaeða byrja að nota álfabikarinn... mun ódýrari, þægilegri og hreinlegri leið
SvaraEyðaÞetta er allt í lagi - karlmenn fá bara að blæða feitt í rakvélarblöð í staðinn!!!
SvaraEyðaNafnlaus#3 .. margar konur kaupa rakvélarblöð líka.
SvaraEyðaPakkin af regular Tampax kostar 630 í Fjarðarkaup. Hlaupa og kaupa
SvaraEyðaÉg get nú ekki séð að það sé neinn munaður að láta sér blæða út. Þetta er bara fáranlengt verð fyrir þetta. Ættum við kannski að bara sleppa því að nota bindi eða tappa og vera með blóðtauminn á eftir okkur einu sinni í mánuði!!
SvaraEyðaÁlfabikarinn og mánabikarinn eru alveg frábærir og nota ég þannig sjálf en það eru ekki allar konur sem geta notað hann.
Mér blöskrar þetta verð á þessu enda er ég mj0g fegin því að hafa ekki þurft að kaupa mér þessar vörur í 5 ár
Í minna fjáðum löndum þá eru túrtappar margnota. Bara skolað í vaskinum og látið þorna.
SvaraEyðaKlósettpappír er líka skattlagður sem munaðarvara ásamt tannkremi og öðrum skemmtilegum „ónauðsynjum“.
SvaraEyðaókei, tannkrem og klósettpappír.. það gengur allavega jafnt á alla sama hvort kynið þú ert.
SvaraEyða