mánudagur, 31. ágúst 2009

Auglýsingafarganið í bíó

Í gærkvöldi 29. ágúst ákváðum við hjónin að fara í bíó, en þó með nokkurra
daga fyrirvara þar sem við erum með 4 börn, 2x 5 mán og svo 2 eldri og
þurftum við pössun fyrir þau. Við fórum út að borða áður og ákváðum að fara
á mynd sem var sögð kl 22:30. Við komum i bíóið borguðum 2200 fyrir miðana,
keyptum okkur þetta hefðbundna, popp og kók og glæpsamlegt nammi í poka á
2.300 (tæplega) kílóið!! (Þegar flestar búðir eru að selja nammið á 800
kall kílóið á laugardögum). Nú, við vorum komin inn í salinn 3 mín í hálf
ellefu. Kl 22:48 eða 30 mínútum síðar hefst myndin. Á þessum 30 mínútum
voru auglýsingar og myndbrot úr væntanlegum myndum. Þetta er algjörlega
fyrir neðan allar hellur að LÁTA fólk sitja í meira en 30 mínútur að horfa
á auglýsingar og myndbrot (auglýsingar fyrir bíóið) þegar bíóverðið er
svona hátt!! Við hljótum að vera búin að borga fyrir myndina með því einu
að borga okkur inn í bíóið. Ég veit vel að að fara í bíó er val hvers og
eins en þetta er orðin rík hefð hjá íslendingum og ekki gert oft á þessu
heimili. Ef bíóverðið kemur ekki til með að lækka verulega eða auglýsingum
fækka mun ég hvetja alla þá sem standa mér næst að hundsa auglýsingatíma
bióanna og fara inn í salinn á þeim tíma sem myndin BYRJAR í raun og veru.
Einnig hvet ég bíóin að setja réttann tíma í blaðaauglýsingar með það
hvenær myndirnar byrja þá hefur fólk val um það hvort það vill mæta fyrr og
horfa á auglýsingar eða aðeins seinna og sleppa við auglýsingar. Það er
mjög villandi og óréttlátt að auglýsa mynd kl 22:30 þegar rauntími er
22:50. Einnig hvet ég bíóin að taka út hlé svona seint á kvöldin.
Kv. Fríða Björk

15 ummæli:

  1. Þetta er fáránlegt. Þetta er röfl en ekki okurdæmi. Svo segiru að auglýsingarnar hafi verið í 30 mín þegar þú tekur tvisvar fram að myndin hafi byrjað 22:48 sem gera 18 mín en ekki 30 mín. Svona er þetta búið að vera í tugi ára og ekkert nýtt undir sólinni þar.
    Og persónulega finnst mér mjög gott að fá hlé á myndinni til þess að getað brugðið mér á snyrtinguna án þess að missa úr myndinni.

    SvaraEyða
  2. Sammála nafnlausum! En þótt þetta komi okri ekkert við þá verð ég að segja eins og er að ég er löngu hættur að fara í bíó, bæði út af miðaverði en þó sérstaklega út af þessum fjandans auglýsingum! Þoli það ekki að þurfa að sitja í X langan tíma yfir einhverju sem ég hef engan áhuga á að sjá, og koma svo 20-30 mínútum (og jafnvel enn síðar, ef það er hlé) út af myndinni en maður hafði gert ráð fyrir.

    Ég kaupi bara myndirnar þegar þær koma á DVD, sem kostar mig mun minna en fyrir tvo í bíó, ég á myndina OG ég þarf ekki að sitja yfir auglýsingum!!!

    SvaraEyða
  3. Nýtt nafn á síðuna: Okurogröflsíðan.blogspot.com
    ...og allir eru ánægðir :D

    SvaraEyða
  4. Ég er nú sammála henni Fríðu Björk í þessu máli. Keypti mér einu sinni miða í VIP á mynd sem átti að byrja kl 23:00 samkvæmt bio.is þar sem ég kaupi miðann. Svo þegar ég kem í bíóið 22:50 þá var búið að flýta sýningunni til 22:30. Svo þegar ég kvartaði yfir þessu þá kom maður að daufum eyrum.

    Gunnar

    SvaraEyða
  5. Bara dánlóda og kaupa svo ef maður er sáttur...

    SvaraEyða
  6. Hverju ertu sammála henni Fríðu Gunnar ? Hún er að kvarta yfir of miklum auglýsingum á undan bíómyndum sem hafa viðgengist í áratugi en þú ert að kvarta yfir sýningu sem var auglýst of seint á bíó.is heldur en hún var sýnd. Verið að bera epli og appelsínu saman(sem er orðin venja frekar en undantekning hér á síðunni).

    SvaraEyða
  7. Gunni lokaðu fyrir athugasemdir við færslurnar.

    SvaraEyða
  8. Athugasemdirnar eru einmitt það skemmtilegasta við þetta allt saman.

    SvaraEyða
  9. Ef að fólk má setja hérna inn allrahanda röfl og kvartanir sem koma okri ekkert við, þá hlýtur fólk að mega koma með comment á móti!

    SvaraEyða
  10. Heyr heyr!!!!!! Mikið ótrúlega er ég sámmála nafnlausum # 9. Það gáfulegasta sem ég hef heyrt hér á síðunni í langan tíma.

    SvaraEyða
  11. Hvernig væri þá að fara mér einhver gáfuleg okurdæmi?

    SvaraEyða
  12. Ég get nú nefnt eitt og það er dæmin nú í sumar af okri í ferðaþjónustunni bara eiginlega alveg yfir línuna. Dæmið frá Freysnesi,Blá Lónið,Kerlingarfjöll o.s.frv. en kvartanir yfir auglýsingum í Bíói sem hafa viðgengst í marga áratugi eða að bera saman Kötlu Salt í Bónusi og Maldon salt í verslun á Rifi lengst vestast á Snæfelsnesi algjörlega úr alfaraleið það eru svo sannarlega ekki okurdæmi.

    Það þarf ekkert endilega að keppast við að koma með sem flest okurdæmi á síðuna bara smá common sense en að öðru leyti er þetta alveg rosalega flott framtak og á miklar þakkir skyldar.

    SvaraEyða
  13. Hættið að væla í commentunum og verið bara þakklát fyrir að þessa síða sé til !!!!

    Þetta jaðrar stundum við einelti hérna !

    SvaraEyða
  14. Halló ruglið á sér stað í sumum glórulausu "okur" dæmunum.

    SvaraEyða
  15. Sumir halda greinilega að þetta sé svona "Barnalands/Facebook" síða sem hægt er að hanga inná og væla um allt og ekkert. Þessi síða var ekki sett upp til þess, og allt í lagi að benda fólki á að það geti farið aftur á Barnaland eða whatever ef það er í vælufýling. Það er ekki það sama og einelti, BTW!

    SvaraEyða