Um daginn sendi ég son minn út í búð með 1.000 kr. og bað hann að
kaupa 2 brúsa af sprauturjóma og eina Pepsí. Viti menn, þegar hann kemur til baka er hann bara með einn brúsa af rjóma sem kostaði 710 kr í Pétursbúð á Ægisgötu, einn brúsi af rjóma í Bónus kostar um 250 kr. þetta kalla ég RÁN.
kv.
Húsmóðir í 101
Vá 710! Spurning að kaupa bara venjulegann rjóma og þeyta.
SvaraEyðaJá kemur ekki á óvart, á sínum tíma versluðu eigendur í frekar dýrri verslun (Gripið og greitt)
SvaraEyðaog seldu það aftur með brjálaðri álagningu.
Held að kaupmaðurinn á horninu deyji alveg ef þeir halda þessu áfram.
Er ekki að tala um að þeir eigi að vera samkeppnishæfir við Bónus endilega enda er aldrei hægt að ætlast til þess, heldur verða þeir að átta sig á því að til þess að halda einhverjum kúnnum verða þeir aðeins að passa álagningaprósentuna hjá sér.