fimmtudagur, 6. ágúst 2009

Súfistinn okrar

Ég fór á kaffihúsið Súfistinn í Hafnarfirði og bauð foreldrum mínum upp á kaffi og tertusneið sem var í boði á Súfistanum.
Mér krossbrá þegar ég fékk að vita hvað ég ætti að greiða fyrir herlegheitin,sem var kaffibolli fyrir þrjá og þrjár tertusneiðar.
3.400 krónur takk fyrir.
Fyrir ofan afgreiðsluborðið er krítartafla þar sem búið var að skrifa upp einskonar verðskrá þar sem kom fram það sem í boði er,nema að búið var að stroka út öll verðin,en ég veit ekki betur en að skylt sé að sýna verðskrá frammi fyrir öllum.
Ég greiddi fyrir þetta með debetkorti en,ég fékk ekki neina kvittun afhenda fyrir því sem keypt var,þar sem veitingarnar voru sundurliðaðar,eins og alls staðar annars staðar er gert,einungis kvittun með heildarupphæð.
En ef maður deilir þessu með þremur þá gerir það ca. 1.133 kr. á mann. fyrir eina tertusneið og kaffibolla.
Ekki er þjónað á borð fyrir þennan pening,eins og gert er á langflestum kaffihúsum,heldur er allri vinnunni komið á viðskiptavininn,sem þarf að sækja allt saman sjálfur eins og í hverju öðru mötuneyti,kaffið,kökurnar,mjólk,sykur og svo framvegis og þar sem við sátum þá þurfti að troðast í gegnum þvöguna við afgreiðsluborðið með fulla kaffibolla og tertur á diski til þess að komast á borðið þar sem við sátum.
Þetta er ekki boðlegt á neinn hátt og er algjört okur!
Kristján Blöndal

9 ummæli:

  1. Bíddu nú við kaffibollinn er á svona 300(jafnvel 350) kr og þá gerir það kökusneiðina á 834 kr sem ég verð að segja að er bara mjög algengt verð. En þjónustan hefði mátt vera mun meiri það er á hreinu.

    SvaraEyða
  2. sammála, er reyndar vön því að kaffibollinn kosti í kringum 400kallinn (latté, cappuccino etc.) svo að 750kr eru mjög normal verð fyrir kökusneið.

    svo ætti það að vera vitað mál að flest kaffihús eru dýr.. verðið ætti ekki að koma á óvart.

    SvaraEyða
  3. 800 kall fyrir eina tertusneið er bara okur plain and simple. Engan veginn hægt að kalla það normal verð. Gallinn er bara sá að við Íslendingar erum svo vön að láta okra á okkur að við erum orðin ónæm fyrir því

    SvaraEyða
  4. Sammála þeim að ofan, 800 kall fyrir tertusneið er bara bull, þvílíkt andskotans okur en jú, maður er bara vanur því.
    Fólk er bara orðið samdauna okrinu!

    SvaraEyða
  5. Endilega láta okkur vita ef að það finnst vegleg tertusneið(marens,ávaxta vegleg ekki bara venjuleg súkkulaði kaka) með rjóma á kaffihúsi fyrir minna en 7-800 kr

    SvaraEyða
  6. Þetta verðlag í Súfistanum er nú bara svona í meðallagi. Veitingasalan í Ikea er lang ódýrasta "kaffihúsið" og svo held ég að Kaffi Hljómalind sé frekar ódýrt, kannski Glætan líka, sem er einnig á Laugavegi.

    SvaraEyða
  7. en vá, það eru að MINNSTA kosti 8 sneiðar í tertu og það gera þá 6400 krónur kakan! Það er svakalega mikill gróði... t.d. fínasta möndlu, súkkulaði, rjóma, hindberjaterta kostar að raunvirði aldrei um 1500 kr.

    SvaraEyða
  8. Algengt verð á kaffibolla í Kína er 34 yuan sem gera ca.680 kr. Starbucks er ennþá dýrara. Því finnst mér dásamlegt að fara á kaffihús á Íslandi og fá mér kaffi!
    Er alveg hætt að svekkja mig yfir verðinu á því hér á landi.

    SvaraEyða
  9. Hmmm góði besti svakaleg væludúkka ertu! Ég bý í Hafnarfirði og sjálfur fer ég reglulega á súfistan. Það er ekkert óeðlilegt við að verðið á kaffinu hjá þeim sé það sem það er, í raun er það ódýrara en á mörgum öðrum kaffihúsum, né hvað varðar kökurnar, það er í samfloti við mörg kaffihús Reykjavíkur.

    Hvað varðar það að sækja þín eigin kökur og kaffi án þess að fá pöntunina flutta að borðinu þá verð ég að segja að þú hlýtur að vera einn sá latasti einstaklingur sem ég hef nokkru sinnum kommentað á! Hver sá sem hefur komið á Súfistan í HFJ veit að ekki er mikil vinna innifalin í því að ná í sitt eigið kaffi (Varla ertu það mikilvægur/væg að koma þarf með allt til þín?).

    SvaraEyða