mánudagur, 17. ágúst 2009

Tryggingarsvik hjá Apple

MacBook fartölvur frá Apple hafa verið mjög vinsælar um allan heim enda yfirleitt talið að um hágæðavörur sé að ræða. Því miður komst undirritaður að því að verksmiðjuábyrgð frá framleiðenda á þeim tölvum sem seldar hafa verið, a.m.k. áður en umboðið breytti um kennitölu sl.vetur, eru ekki lengur teknar gildar. Nýjar tölvur sem hrynja vegna galla t.d. í rafhlöðum og sem hafa verksmiðjuábyrgð í a.m.k 2 ár fást nú ekki bættar. Ég hafði keypti MacBook fartölvu fyrir 8 mánuðum af umboðinu hér á landi sem hrundi skyndilega í sumar vegna galla í rafhlöðu en fékkst ekki bætt. Ég átti ekki annarra úrkosta en að kaupa nýja rafhlöðu af umboðinu enda tölvan annars ónothæf. Ég gerði þó fyrirvara í kaupunum um rétt minn sem var í sjálfu sér ekki vefengdur en skýring sem forráðamenn Apple umboðsins gáfu var að "fyrri eigendur" hafi tekið út tryggingar sem var ætlað til að bæta skaða á gölluðum rafhlöðum hér á landi og umboðið nú hefði ekki burði til að bæta skaðann enda fengist skaðinn ekki lengur bættur frá Apple erlendis!!!?????
Sjá má að stórfeld svik viðgangast ef hægt er að selja nýjar vörur og umboðið hirðir síðan verksmiðjuábirgðir og tryggingarfé sem er ætlað neytendum. Hverju er hægt að búast við í framtíðinni af stórum og "virtum umboðsaðilum " hér á landi, sérstaklega ef þau komast upp með slíka viðskiptahætti í skjóli kennitöluflakks? Kemur tryggingarfé sem umboðin fá greidd frá framleiðanda þá fram í bókhaldi þessara fyrirtækja sem tekjur? Veit Apple framleiðandinn erlendis af þessum viðskiptaháttum á Íslandi og ef svo er hver eru viðbrögð þeirra gagnvart MacBook tölvueigendum.
Vilhjálmur Ari

6 ummæli:

 1. Fyrirtækin fá ekki 2 ára verksmiðjuábyrgð úti á rafhlöðum. Þessvegna berjast þau svona mikið við kúnnana útaf þeim.

  En já talsmaður neytenda sagði að rafhlöður hefðu 2 ára ábyrgð á klakanum okkar.

  Ef fyrirtækið varð gjaldþrota þá áttu kröfu á innkaupaaðila ef það var ekki sá sami. Ef hann er ekki á Íslandi ertu með sárt enni og kröfu á þrotabúið...

  SvaraEyða
 2. Ég heyrði nú einu sinni að rafhlöður væru undanþegnar þessari tveggja ára ábyrgð. Ég var allavega að vinna hjá fyrirtæki sem tók fram takmarkaða ábyrgð í ábyrgðarskilmálum á rafhlöðum. En það eru nokkur ár síðan, veit ekki hvernig þetta er í dag. Finnst fullhart að krefjast 2ja ára ábyrgðar á rafhlöðum, en það er bara ég.

  En þetta er ekki fyrsta og örugglega ekki síðasta kvörtunin sem ég heyri um þjónustu Apple á Íslandi.

  SvaraEyða
 3. Kaupa rafhlöður á ebay.................

  SvaraEyða
 4. Það er 1. árs ábyrgð á rafhlöðum.

  SvaraEyða
 5. Ég myndi prófa að senda fyrirspurn út á Apple með þetta, þeir eru mjög ákveðnir þegar kemur að ábyrgðarhlutum og eru stífir á að umboðssalar veiti góða þjónustu, allt í lagi að láta vita af þessu.

  SvaraEyða
 6. Rafhlöður bera yfirleitt bara árs ábyrgð enda má segja að ef hún bilar eftir ár þá sé það vegna notkunar (slits). Rafhlöður eru jú rekstrarvara eins og toner í prentara og eyðast með tímanum. Talsmaður neytenda skilur ekki eðli rafhlaðna og á Íslandi voru innleidd lög um 2 ára ábyrgð en seinna árið er í raun frestur til að kvarta yfir bilun sem varð á fyrsta ári (frekar flókið). PS. Apple eru ekkert sérstaklega góðar tölvur frekar en að Ipod sé mjög góð vara, þær eru bara vel markaðssettar....

  SvaraEyða