miðvikudagur, 12. ágúst 2009

Safnaokur

Á ferðum mínum um landið í sumar hafa nokkur söfn verið heimsótt.
Þar á meðal stórglæsilegt Víkingasafn Í Reykjanesbæ. Þar er selt inn á 1.500 krónur. Ég reiddi fram 7.500 krónur fyrir mig og mitt fólk.
Þar af voru 2 menntaskólanemar og 2 háskólanemar sem fá engan afslátt ólíkt því sem gerist í öðrum löndum.
Mér fannst þetta hreint okur, ekki síst í ljósi þess að ég tel mig hafa heyrt að þetta safn hafi fengið einhverja þá hæstu styrki af almannafé sem um getur.
Draugasetrið á Stokkseyri selur líka inn á 1.500 krónur sem mér persónulega finnst okur inná jafn lélegt safn.
Nágranninn á Veiðisafninu seldi hinsvegar inn á 1000 krónur á sitt safn.
Það safn er stórkostlega vel heppnað, og ég held að eigandinn hafi sett þetta á laggirnar án opinberra styrkja.
Ég mæli með að fólk missi ekki af Veiðisafninu, það er upplifun fyrir alla.
Þessi verð eru fyrir fullorðins aðgang.
Ingibjörg

3 ummæli:

  1. Í Bandaríkjunum og mörgum öðrum löndum er það frekar undantekning frá reglunni ef það er ekki boðið upp á námsmannaafslátt. Á Íslandi er það alveg öfugt farið, sem er hreinlega til skammar.

    SvaraEyða
  2. 1500 kr er ekki neitt miðað við hvað þessi söfn kosta í rekstri og uppsetningu. Þetta eru skemmtisöfn og réttlæta ekki að námsmenn fái fræðsluafslátt.
    Með vinsemd og virðingu,
    nafnlaus

    SvaraEyða
  3. Ef miða ætti við kostnað af rekstri og uppsetningu væri fátt í gangi hér, hvorki leikhús, söfn né annað. Erlendis er þetta flokkað undir menningu.

    SvaraEyða