fimmtudagur, 20. ágúst 2009

Stafræn myndavél í Nýherja


Hef í hyggju að fá mér stafræna myndavél.
Þessi mynd er af netverslun Nýherja. Sama vélin hlið við hlið. (Einhver
hefur gleymt að taka út gömlu vöruna)
Uppseld kostar hún 57 þúsund en á lager kostar hún 68 þúsund.
Ef mér skjátlast ekki þá skoðaði ég þessa vél fyrir mánuði á síðu
Nýherja og þá var hún á 61 eða 62 þúsund. Svo má auðvitað líka nefna
að vélin kostar ekki nema 230 dollara í Bandaríkjunum sem gera hvað,
30 þúsund kall á núverandi gengi. Ég skil ekki hvað réttlætir meira en
helmingi hærra verð hjá Nýherja.
Ég hef því ákveðið að versla vélina frekar úti. Nýherji missir af
viðskiptum mínum vegna Kaupfélagsstefnu þeirra.

5 ummæli:

  1. 230 dollarar verða jú að 30 þúsund krónum í gengistöflu, en þá á eftir að reikna inn í dæmið flutning, tolla, virðisaukaskatt og guð má vita hvað annað ríkið hirðir af þessu, klárum nú að reikna dæmið áður en við hrópum "úlfur, úlfur" yfir meintum 100% verðmun, sennilega endar hann nær 15 þúsundunum, sem er öllu skiljanlegra þar sem erlend netverslun pantar þetta í gámavís með gríðarlegum magnafslætti meðan Nýherji pantar örfáar vélar og þarf því að greiða fullt heildsöluverð (sem stundum getur verið jafnvel hærra en netvöruhús geta selt vöruna á)

    En kannski ekki við miklum útreikningum að búast af manni sem segir að 60 sé "helmingi meira" en 30 ;)

    SvaraEyða
  2. Það skiptir mig litlu máli hvað söluaðilar hér á landi þurfa að borga í gjöld. Ef það er möguleiki á að kaupa vöruna helmingi ódýrari í útlöndum þá nýti ég mér hann hiklaust ef það stendur til boða.

    Bk
    Lára

    SvaraEyða
  3. Enda er held ég enginn að segja að þú eigir af góðmennsku þinni að versla hér heima, bara verið að benda á að okrið er ekki jafn svívirðilegt og sá sem sendi inn upprunalega bréfið vill meina (og þú ert ekki að fá hana helmingi ódýrar þótt upprunalega kortafærslan sé helmingi lægri, því þú þarft líka að borga þessi gjöld fyrr eða síðar).

    SvaraEyða
  4. Lára:

    Þegar vélin kostar 230 dollara úti þá þarftu væntanlega að koma henni hingað heim. Flestir sem segjast sjá vöruna ódýrari úti eru ekki að fara til BNA og þurfa því sjálfir að greiða þessi gjöld líka, rétt eins og verslunin, þegar þeir fá vöruna senda heim.

    Skv. ShopUSA þá væri lokaverð tæpar 46 þúsund krónur.

    Jújú... ódýrara en aðeins um 15 þúsund. Og þá verður að taka inní myndina framlegðina sem verslun á Íslandi verður að segja á vöruna + þessa 2já ára ábyrgð á vélinni, en vélin í BNA er með 1. árs ábyrð.

    SvaraEyða
  5. Minni á að það eru engir tollar á myndavélar bara VSKur.

    SvaraEyða